| Sf. Gutt

Þurfum að hafa fyrir því!

Til að vinna Merseybakka slag þarf að hafa fyrir hlutunum. Þetta veit Kenny Daglish allra manna best enda hefur hann tekið þátt í 45 grannaslögum á ferli sínum hjá Liverpool sem leikmaður og framkvæmdastjóri. Hann veit því að leikmenn sínir verða að mæta ákveðnir til leiks á morgun.

,,Sigur er fyrir öllu hjá báðum. Með sigri náum við þremur stigum og rétt til að monta okkur. Ég get ekki dæmt um það hversu mikla þýðingu leikurinn hefur fyrir fólk. Þið verðið að spyrja sjálfir en það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur að vinna leiki."

,,Það hefst ekkert í lífinu án þess að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að leggja hart að okkur til að fá eitthvað í okkar hlut á Goodison á laugardaginn. Ef við ætlum okkur þrjú sitg þá verðum við að standa í báða fætur því ég er viss um að þeir eiga eftir að gera okkur mjög erfitt fyrir. Við ætlum að reyna að spila eins og við viljum helst og um leið reyna að stöðva þá í að leika eins og þeir vilja. Ég er viss um að Moysie segir það sama."

,,Fyrir okkur er mikilvægast að hafa trú á okkur, halda yfirvegun okkar og hafa trú á að við getum unnið leikinn. Við þurfum að brýna þetta fyrir okkar mönnum og fá þá til að hafa trú á þessu. Við erum staðráðnir í að ná hagstæðum úrslitum og vitum að við verðum að vera ákveðnir því annars fáum við ekkert út úr leiknum."TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan