| Sf. Gutt
Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik með Liverpool í rúmt hálft ár þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Brighton í kvöld. Kappinn skipti við Luis Suarez á 75. mínútu, skellti fyrirliðabandinu á sig og var þar með mættur í slaginn á nýjan leik.
Steven var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn til leiks á nýjan leik og lýsti því í viðtali við Liverpoolfc.tv. Hann lagði þó áherslu á að sigurinn væri mikilvægari en endurkoma hans sjálfs.
,,Þetta snerist um að komast áfram í næstu umferð og losa okkur við Tottenham leikinn og það gerðum við í kvöld."
Nú vilja auðvitað allir að Steven komi inn í liðið ekki seinna en strax. En hann vill fara varlega.
,,Framkvæmdastjórinn ræður þessu núna. Ég er auðvitað búinn að vera frá í sex mánuði svo það skiptir mestu að æfa meira og ná svo að spila meira og meira. Þannig kemst ég í þá leikæfingu sem ég vil ná."
,,Það er bara fínt að vera kominn í gegnum fyrstu prófraunina. Ég fer á æfingu á morgun og vonandi verð ég valinn í átján manna hópinn fyrir leikinn gegn Wolves svo ég geti spilað meira."
Við sjáum hvað setur á laugardaginn en það var magnað að sjá Steven Gerrard aftur úti á velli í búningi Liverpool!
Hér eru myndir af endurkomu Steven af Liverpoolfc.tv.
TIL BAKA
Stevie ánægður með endurkomuna

Steven var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn til leiks á nýjan leik og lýsti því í viðtali við Liverpoolfc.tv. Hann lagði þó áherslu á að sigurinn væri mikilvægari en endurkoma hans sjálfs.
,,Þetta snerist um að komast áfram í næstu umferð og losa okkur við Tottenham leikinn og það gerðum við í kvöld."
Nú vilja auðvitað allir að Steven komi inn í liðið ekki seinna en strax. En hann vill fara varlega.
,,Framkvæmdastjórinn ræður þessu núna. Ég er auðvitað búinn að vera frá í sex mánuði svo það skiptir mestu að æfa meira og ná svo að spila meira og meira. Þannig kemst ég í þá leikæfingu sem ég vil ná."
,,Það er bara fínt að vera kominn í gegnum fyrstu prófraunina. Ég fer á æfingu á morgun og vonandi verð ég valinn í átján manna hópinn fyrir leikinn gegn Wolves svo ég geti spilað meira."
Við sjáum hvað setur á laugardaginn en það var magnað að sjá Steven Gerrard aftur úti á velli í búningi Liverpool!
Hér eru myndir af endurkomu Steven af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan