| Heimir Eyvindarson
Staðfest var á heimasíðu Liverpool fyrir stundu að Dani Pacheco hefði verið lánaður til Atletico Madrid.
Um tíma var talið að Pacheco væri á leið til spænska félagsins Rayo Vallecano, jafnvel sem hluti af einhverju samkomulagi við Atletico Madrid.
Nú rétt áðan var tilkynnt á opinberri heimasíðu Liverpool að Spánverjinn ungi færi á lánssamningi til Atletico. Hvergi í tilkynningunni er minnst á Rayo Vallecano.
Daniel Pacheco hefur verið talinn einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. Honum hefur ennþá sem komið er ekki tekist að komast í aðallið Liverpool. Hann þykir líka með efnilegri leikmönnum Spánar og hefur leikið með yngri landsliðunum nú síðast með undir 20 ára liðinu.
Undir lok síðasta keppnistímabils var Daniel í láni hjá Norwich City og átti hann sinn þátt í að liðið komst upp í efstu deild. Hann á vonandi eftir að hafa gott af lánsdvölinni í Madrid.
TIL BAKA
Dani Pacheco lánaður til Atletico Madrid

Um tíma var talið að Pacheco væri á leið til spænska félagsins Rayo Vallecano, jafnvel sem hluti af einhverju samkomulagi við Atletico Madrid.
Nú rétt áðan var tilkynnt á opinberri heimasíðu Liverpool að Spánverjinn ungi færi á lánssamningi til Atletico. Hvergi í tilkynningunni er minnst á Rayo Vallecano.
Daniel Pacheco hefur verið talinn einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. Honum hefur ennþá sem komið er ekki tekist að komast í aðallið Liverpool. Hann þykir líka með efnilegri leikmönnum Spánar og hefur leikið með yngri landsliðunum nú síðast með undir 20 ára liðinu.
Undir lok síðasta keppnistímabils var Daniel í láni hjá Norwich City og átti hann sinn þátt í að liðið komst upp í efstu deild. Hann á vonandi eftir að hafa gott af lánsdvölinni í Madrid.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan