| Heimir Eyvindarson

Poulsen vill leika við hlið Adam

Christian Poulsen dreymir um að verða félagi Charlie Adam á miðjunni hjá Liverpool. Hann telur að þeir geti náð vel saman.

Christian Poulsen og félagar í danska landsliðinu mæta Charlie Adam og löndum hans í því skoska í vináttuleik á Hampden Park í kvöld.  Í viðtali við Daily Record segist Poulsen frekar vilja spila með Adam en á móti honum.

,,Ég vona innilega að við fáum einhver tækifæri til þess að vera saman á miðjunni hjá Liverpool. Ég held að við gætum náð vel saman. Afhverju ættum við ekki að gera það? Það þarf ekkert endilega að vera þannig að annar sé í liðinu á kostnað hins. Við getum orðið gott miðjupar."

,,Charlie var lykilleikmaður í Blackpool og ég held að hann geti líka orðið mikilvægur leikmaður hjá Liverpool. Hann gefur góðar sendingar og er lunkinn við að finna sóknarmennina. Það er ábyggilega meiri pressa á honum hjá Liverpool en Blackpool, en ég er viss um að hann höndlar hana vel."

,,Það er góður andi í Liverpool liðinu og Charlie hefur fallið vel inn í hópinn. Hann er hæfileikaríkur leikmaður og skemmtilegur karakter."

,,Við Daniel (Agger) keyrum saman til Skotlands til að leika landsleikinn. Charlie og Danny Wilson fá svo far með okkur til baka. Það gæti orðið athyglisverð bílferð."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan