| Sf. Gutt
Segja má að forsýning Liverpool, fyrir komandi keppnistímabil, fari fram á Anfield Road núna síðdegis í dag. Liverpool mætir þá spænska liðinu Valencia. Spænska liðið er sterkt og er verðugur mótherji í þessum síðasta æfingaleik sumarsins.
Liverpool hefur farið víða á undirbúningstímabilinu og leikið í Kína, Malasíu, Tyrklandi og Noregi auk eins leiks á Englandi. Það hefur gengið á ýmsu í leikjunum en helsta áhyggjuefnið er að liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í öllum leikjunum hingað til. Ljóst er að gott væri að halda hreinu í dag til að hressa sjálfstraustið í vörninni.
Kenny Dalglish hefur úr öllum sínum bestu mönnum að velja utan hvað Martin Skrtel og Raul Meireles eru meiddir og Luis Suarez er ekki kominn til æfinga eftir Suður Ameríkukeppnina. Búast má við sterkt lið verði sent til leiks í dag og gaman verður að sjá nýju mennina spreyta sig á nýja heimavellinum.
Byrjunarlið Liverpool er svona. Reina, Johnson, Carragher, Agger, Aurelio, Adam, Henderson, Spearing, Aquilani, Downing og Carroll. Varamenn eru þeir Jones, Doni, Cole, Maxi, Kyrgiakos, Kuyt, Leiva, Ngog, Kelly, Flanagan og Robinson. Fabio Aurelio er að leika í fyrsta sinn í sumar og eins er Lucas Leiva í fyrsta sinn í liðshópi Liverpool.
TIL BAKA
Forsýning í dag!
Segja má að forsýning Liverpool, fyrir komandi keppnistímabil, fari fram á Anfield Road núna síðdegis í dag. Liverpool mætir þá spænska liðinu Valencia. Spænska liðið er sterkt og er verðugur mótherji í þessum síðasta æfingaleik sumarsins.Liverpool hefur farið víða á undirbúningstímabilinu og leikið í Kína, Malasíu, Tyrklandi og Noregi auk eins leiks á Englandi. Það hefur gengið á ýmsu í leikjunum en helsta áhyggjuefnið er að liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í öllum leikjunum hingað til. Ljóst er að gott væri að halda hreinu í dag til að hressa sjálfstraustið í vörninni.
Kenny Dalglish hefur úr öllum sínum bestu mönnum að velja utan hvað Martin Skrtel og Raul Meireles eru meiddir og Luis Suarez er ekki kominn til æfinga eftir Suður Ameríkukeppnina. Búast má við sterkt lið verði sent til leiks í dag og gaman verður að sjá nýju mennina spreyta sig á nýja heimavellinum.
Byrjunarlið Liverpool er svona. Reina, Johnson, Carragher, Agger, Aurelio, Adam, Henderson, Spearing, Aquilani, Downing og Carroll. Varamenn eru þeir Jones, Doni, Cole, Maxi, Kyrgiakos, Kuyt, Leiva, Ngog, Kelly, Flanagan og Robinson. Fabio Aurelio er að leika í fyrsta sinn í sumar og eins er Lucas Leiva í fyrsta sinn í liðshópi Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Curtis með met!
Fréttageymslan

