| Sf. Gutt

Vottuð virðing í Osló

Liverpool leikur í kvöld í Osló gegn Valerenga. Ian Ayre, forstjóri Liverpool, vottaði þeim sem létust í hryðjuverkunum í Osló og Útey virðingu fyrir hönd Liverpool í dag.

Mikið blómahaf er á togi við dómkirkjuna í Osló og þar hafa þúsundir lagt blóm til minningar um það saklausa fólk sem lét lífið. Ian lagði þar blómvönd með meðfylgjandi skilaboðum. 

Ian Ayre hafði meðal annars þetta að segja á Liverpoolfc.tv í dag. ,,Það er mjög áhrifamikið að koma hingað og sjá þetta en það er mjög gott að sjá allt þetta fólk koma saman og sýna samstöðu. Þetta gerðist líka í borginni okkar árið 1989."
 
,,Ég sjálfur var miður mín þegar ég fékk fregnir af þessu. Maður á ekki von á að sjá svona gerast og þetta setur knattspyrnuna í samhengi. Enn síður á maður von á svona í Noregi þar sem allir eru vingjarnlegir og friðsæld ríkir. Það er erfitt fyrir alla að horfa upp á svona hryllilegan atburð."

Kenny Dalglish tæpti líka á því sama í dag. ,,Auðvitað vita allir hvað gerðist og við kennum í brjósti um fólkið sem syrgir. Skiljanlega er fólkið hérna það sem veitir, þeim sem eiga um sárt að binda, mesta hjálp en það er gott ef við getum orðið lítilsháttar að liði."
 
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.tv, sem voru teknar í Osló fyrr í dag.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan