| Sf. Gutt
Á dögunum var tilkynnt um nýjan æfingaleik. Liverpool heldur þá á fornar slóðir sem geyma góðar minningar. Þann 28. júlí mætir Liverpool tyrkneska liðinu Galatasaray og mun leikurinn fara fram í Miklagarði.
Eins og allir muna vann Liverpool Evrópubikarinn í Istanbúl og víst verður gaman að rifja upp góðar minningar þegar Rauði herinn mætir þangað á nýjan leik. Þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher eru einu leikmenn Liverpool, af Evrópumeisturunum 2005, sem enn eru í liðinu. Í liði Galatasaray er á hinn bóginn einn Evrópumeistari en það er Tékkinn Milan Baros.
Liverpool leikur á undan við Hull City 23. júlí og næsti leikur á eftir Tyrklandsferðinni verður við Valerenga í Ósló.
TIL BAKA
Nýr æfingaleikur

Eins og allir muna vann Liverpool Evrópubikarinn í Istanbúl og víst verður gaman að rifja upp góðar minningar þegar Rauði herinn mætir þangað á nýjan leik. Þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher eru einu leikmenn Liverpool, af Evrópumeisturunum 2005, sem enn eru í liðinu. Í liði Galatasaray er á hinn bóginn einn Evrópumeistari en það er Tékkinn Milan Baros.
Liverpool leikur á undan við Hull City 23. júlí og næsti leikur á eftir Tyrklandsferðinni verður við Valerenga í Ósló.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!
Fréttageymslan