| Sf. Gutt

Hvað þarf að gerast?

Liverpool er nú í sjötta sæti deildarinnar en þarf að ná því fimmta ef aðgöngumiði í Evrópukeppni á að nást. En hvað þarf til að gerast á sunnudaginn til að ná inn í Evrópudeildina?- Liverpool og Tottenham Hotspur berjast um fimmta sætið.

- Tottenham hefur núna 59 stig en Liverpool 58.

- Ein umferð er eftir af deildinni. Í henni mætir Liverpool Aston Villa á Villa Park en Tottenham tekur á móti Deildarbikarmeisturum Birmingham City á White Hart Lane.

- Aston Villa siglir lygnan sjó en Birmingham er eitt fimm liða sem getur fallið. Sem stendur er Birmingham sæti fyrir ofan fall á markatölu.  

- Vinni Tottenham sinn leik hafa þeir sætið öruggt.

- Geri Tottenham og Birmingham jafntefli nær Liverpool fimmta sætinu með sigri.

- Jafntefli gæti dugað Liverpool ef Birmingham vinnur því markatala Liverpool er betri en Tottenham.

Svo er bara að sjá hvað úr verður!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan