| Sf. Gutt
Miklar væntingar voru gerðar til Joe Cole þegar hann kom til Liverpool frá Chelsea síðasta sumar. Ekki hafa þær væntingar gengið eftir. Brottrekstur í fyrsta deildarleiknum virtist sitja hann út af laginu og svo hafa endurtekin meiðsli sett strik í reikninginn. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur samt ennþá trú á þeim litla.
,,Hann hefur átt erfitt uppdráttar en hann á hrós skilið fyrir hvernig hann hefur æft og lagt hart að sér á hverjum einasta degi. Hann hefur ekki látið mótlætið sitja sig út af laginu og ég get ekki beðið um meira, þegar svona menn, fá tækifæri og gera sitt besta."
,,Joe, eins og Maxi, og aðrir sem ekki hafa verið í liðinu hafa gefið allt sem þeir eiga á æfingum með staðfestu og ákveðni. Þannig eiga þeir möguleika á að komast í liðið. Allir þurfa að leggja sig alla fram til að ná einhverju og Joe er ekkert öðruvísi en aðrir hvað það varðar."
Joe Cole kom inn á sem varamaður í stórsigri Liverpool á Birmingham um helgina og skoraði fimmta og síðasta mark Liverpool tveimur mínútum eftir að hann kom inn á. Það var þriðja mark hans á leiktíðinni en hann hefur spilað 28 leiki.
TIL BAKA
Kenny hrósar Joe Cole
Miklar væntingar voru gerðar til Joe Cole þegar hann kom til Liverpool frá Chelsea síðasta sumar. Ekki hafa þær væntingar gengið eftir. Brottrekstur í fyrsta deildarleiknum virtist sitja hann út af laginu og svo hafa endurtekin meiðsli sett strik í reikninginn. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur samt ennþá trú á þeim litla. ,,Hann hefur átt erfitt uppdráttar en hann á hrós skilið fyrir hvernig hann hefur æft og lagt hart að sér á hverjum einasta degi. Hann hefur ekki látið mótlætið sitja sig út af laginu og ég get ekki beðið um meira, þegar svona menn, fá tækifæri og gera sitt besta."
,,Joe, eins og Maxi, og aðrir sem ekki hafa verið í liðinu hafa gefið allt sem þeir eiga á æfingum með staðfestu og ákveðni. Þannig eiga þeir möguleika á að komast í liðið. Allir þurfa að leggja sig alla fram til að ná einhverju og Joe er ekkert öðruvísi en aðrir hvað það varðar."
Joe Cole kom inn á sem varamaður í stórsigri Liverpool á Birmingham um helgina og skoraði fimmta og síðasta mark Liverpool tveimur mínútum eftir að hann kom inn á. Það var þriðja mark hans á leiktíðinni en hann hefur spilað 28 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!
Fréttageymslan

