| Sf. Gutt
Maxi Rodriguez fór á kostum með Liverpool á laugardaginn og skoraði þrennu í 5:0 bursti gegn Birmingham. Hann segist aldrei munu gleyma þeirri stund þegar honum var skipt af velli og stuðningsmenn Liverpool risu á fætur og klöppuðu fyrir honum.
,,Það er ekki vafi á því að þetta var besta stundin á ferli mínum hjá Liverpool. Þetta var enn meira gaman vegna þess að við skoruðum svona mörg mörk. Svo var þetta fyrsta þrennan mín fyrir félagið og ekki var verra að hún skyldi koma á Anfield fyrir framan stuðningsmenn okkar."
,,Ég verð að viðurkenna að það var stórkostleg stund þegar mér var skipt af velli á síðustu mínútunni og ég mun aldrei gleyma hvernig allir á vellinum hylltu mig. Kenny sagði að hann væri mjög ánægður með hvernig ég stóð mig. Þetta var fullkominn dagur og ég er alveg í skýjunum."
,,Það er auðvitað alveg frábært að skora þrennu en það var ekki bara ég sem skoraði. Liðið spilaði virkilega vel og það skipti mestu."
Þetta voru fyrstu mörk Maxi Rodriguez á árinu og hann tvöfaldaði markafjölda sinn með þrennunni. Hann er nú búinn að skora sex mörk á sparktíðinni.
TIL BAKA
Ógleymanleg stund!

,,Það er ekki vafi á því að þetta var besta stundin á ferli mínum hjá Liverpool. Þetta var enn meira gaman vegna þess að við skoruðum svona mörg mörk. Svo var þetta fyrsta þrennan mín fyrir félagið og ekki var verra að hún skyldi koma á Anfield fyrir framan stuðningsmenn okkar."
,,Ég verð að viðurkenna að það var stórkostleg stund þegar mér var skipt af velli á síðustu mínútunni og ég mun aldrei gleyma hvernig allir á vellinum hylltu mig. Kenny sagði að hann væri mjög ánægður með hvernig ég stóð mig. Þetta var fullkominn dagur og ég er alveg í skýjunum."
,,Það er auðvitað alveg frábært að skora þrennu en það var ekki bara ég sem skoraði. Liðið spilaði virkilega vel og það skipti mestu."
Þetta voru fyrstu mörk Maxi Rodriguez á árinu og hann tvöfaldaði markafjölda sinn með þrennunni. Hann er nú búinn að skora sex mörk á sparktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt! -
| Sf. Gutt
Sex fyrirliðar í röðum Liverpool! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan
Fréttageymslan