| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Roy Hodgson fékk ekki hrós eftir fyrri leik liðanna í Birmingham. Þá sagðist hann vera nokkuð sáttur með jafntefli og fóru þau orð hans ekki vel í marga stuðningsmenn Liverpool. Kenny Dalglish er öðruvísi hafi einhver ekki tekið eftir því. Það kom best í ljós eftir að flautað var til leiksloka gegn Arsenal um síðustu helgi. Arsene Wenger var ekki kátur og hugðist kvarta eitthvað en Kenny lét hann heyra það! Já, það á enginn neitt inni hjá Kenny og þar er ólíku saman að jafna með hinn kurteisa Roy Hodgson. 

Rafael Benítez náði ekki að stýra Liverpool til sigurs í einum einasta deildarleik gegn Birmingham. Jafnt var í eina leik Liverpool við Birmingham á valdatíð Roy Hodgson og nú er að sjá hvort Kenny Dalglish getur leitt liðið sitt til sigurs gegn Birmingham. Víst er að Liverpool þarf á öllum mögulegum stigum að halda til loka leiktíðar. Við vonumst eftir páskaglaðningi og góðri byrjun á sumrinu. Gleðilegt sumar! 

                                                               

                                                                          
                                                                   Liverpool v Birmingham City

Liverpool hefur náð mjög góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum eftir jafntefli á útivelli gegn Arsenal og sigur á Manchester City. Það hefur líka vakið ánægju að tveir strákar, John Flanagan og Jack Robinson, hafa komið inn í liðið og staðið sig með sóma. Það er því mikið sjálfstraust í liðinu.

Birmingham átti ekki möguleika í útitapinu fyrir Chelsea á miðvikudaginn og liðið er ekki öruggt með sæti sitt í deildinni. En sjö stig í síðustu þremur leikjum hafa komið liðinu af mesta hættusvæðinu. Það þarf þó einn sigur í viðbót því jafnt er á munum hjá liðunum sem eru fyrir neðan. Ég hef á tilfinningunni það gætu allt upp í sex lið verið í fallhættu þegar kemur að síðustu umferð. Ég sé fyrir mér að stuðningsmenn á nokkrum völlum verði að hlusta eftir gangi mála í öðrum leikjum sem gætu haft áhrif á liðið þeirra. 

Spá: 2:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið er nú í sjötta sæti.
 
- Þetta er í 100. sinn sem liðin mætast í deildarleik.

- Liðin skildu jöfn 0:0 í fyrri leiknum í Birmingham.

- Jafntefli hefur orðið í síðustu sjö deildarleikjum liðanna.

- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.

- Dirk Kuyt er markahæstur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með tólf mörk.

- Liverpool hefur náð að skora eitt eða fleiri mörk í síðustu fimmtán deildarleikjum og hafa ekki aðrir gjört betur.

- Birmingham City vann fyrsta titil leiktíðarinnar eftir 2:1 sigur á Arsenal í úrslitum Deildarbikarsins.

                                                                             Síðast!



Liverpool og Birmingham City gerðu 2:2 jafntefli. David Ngog kom Liverpool yfir en þeir Christian Benitez og Cameron Jerome sneru leiknum á hvolf fyrir hálfleik. Steven Gerrard jafnaði metin í síðari hálfleik úr umdeildri vítaspyrnu og enn eitt jafnteflið hjá þessum liðum síðustu árin varð staðreynd. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan