| Heimir Eyvindarson
Jamie Carragher steinrotaðist eftir samstuð við hinn unga John Flanagan í leiknum gegn Arsenal í dag. Stöðva þurfti leikinn í langan tíma meðan hugað var að meiðslum kappans.
Carragher lá meðvitundarlaus í nokkrar mínútur á vellinum og jafnvel var talið að hann væri alvarlega slasaður. Sem betur fer var aðeins um heilahristing að ræða og Carragher er við hestaheilsu.
,,Ég man ekkert hvað gerðist, en mér leið ágætlega um leið og ég komst til meðvitundar. Mér er sagt að við höfum skollið saman, það getur alltaf gerst í boltanum", sagði Carra í viðtali eftir leikinn.
Kenny Dalglish var auðvitað á léttu nótunum þegar blaðamenn spurðu hann útí meiðsli Carragher: ,,Þetta leit illa út, en sem betur fer var þetta bara heilahristingur. Hann er orðinn góður í hausnum núna, eða eins góður og hann getur orðið allavega!"
TIL BAKA
Meiðsli Carragher ekki alvarleg

Carragher lá meðvitundarlaus í nokkrar mínútur á vellinum og jafnvel var talið að hann væri alvarlega slasaður. Sem betur fer var aðeins um heilahristing að ræða og Carragher er við hestaheilsu.
,,Ég man ekkert hvað gerðist, en mér leið ágætlega um leið og ég komst til meðvitundar. Mér er sagt að við höfum skollið saman, það getur alltaf gerst í boltanum", sagði Carra í viðtali eftir leikinn.
Kenny Dalglish var auðvitað á léttu nótunum þegar blaðamenn spurðu hann útí meiðsli Carragher: ,,Þetta leit illa út, en sem betur fer var þetta bara heilahristingur. Hann er orðinn góður í hausnum núna, eða eins góður og hann getur orðið allavega!"
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan