| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Dirk endurnýjar og Kenny fagnar
Dirk Kuyt hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool. Kenny Dalglish er gríðarlega ánægður með Hollendinginn og fagnar því að hann vilji vera áfram hjá félaginu.
,,Þetta eru frábærar fréttir", segir Dalglish í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Dirk hefur verið einn af okkar traustustu leikmönnum og það er virkilega ánægjulegt að vita til þess að hann vilji vera hér áfram og taka þátt í uppbyggingunni."
,,Dirk er einn af þessum leikmönnum sem er alveg nauðsynlegt að hafa í liðinu. Hann er gríðarlega duglegur og hann er mikilvægur karakter bæði innan vallar og utan. Svo hefur hann verið duglegur að skora mörk upp á síðkastið og það skemmir aldrei fyrir."
Kuyt hefur einmitt skorað 7 mörk frá því að Kenny Dalglish tók við liðinu í janúar. Eftirminnilegust er auðvitað þrennan gegn Manchester United á dögunum.
Kuyt er afar vinnusamur og fjölhæfur og hefur spilað margar stöður fyrir Liverpool. Kenny segist ekki vita hvar hann sé bestur.
,,Ég veit ekki hvar á vellinum hann þrífst best. Ég veit bara að hann þrífst vel í liðinu og hann skilar alltaf sínu. Hvort sem hann er á vinstri eða hægri kanti eða frammi. Hann var framherji áður en hann kom hingað og hann hefur oft leyst þá stöðu vel af hendi. Það gefur okkur marga möguleika að hafa mann eins og Kuyt innanborðs. Hann er orðinn gallharður púllari og veit upp á hár fyrir hvað félagið stendur. Honum semur vel við alla í liðinu og honum leiðist ekkert að spjalla við aðra. Þannig menn er gott að hafa í liði sem vill halda uppi góðum anda", segir King Kenny, greinilega ánægður með að vera búinn að framlengja samningum við Dirk Kuyt.
Kuyt sjálfur er ekki síður ánægður, en hann segir í viðtali við Liverpoolfc.tv að hann ætli sér að vinna titla með Liverpool.
,,Ég er mjög ánægður hjá Liverpool. Mér finnst félagið vera að ná sér upp úr öldudalnum. Nú vil ég fara að vinna einhverjar dollur", segir Hollendingurinn ákveðinn.
,,Það var góð tilfinning að skrifa undir nýjan samning. Það er heiður að spila fyrir Liverpool, enda er félagið eitt af þeim stærstu í heiminum. Nú þurfum við bara að standa saman og koma því á flug á ný."
,,Það hefur stundum munað litlu hjá okkur á þessum fimm árum sem ég hef verið hér, en nú held ég að þetta sé að fara að koma hjá okkur. Mér finnst félagið vera á réttri leið undir stjórn nýju eigendanna. Ég er sannfærður um að þeir munu láta til sín taka á leikmannamarkaðinum í sumar og styrkja liðið."
,,Hvað varðar þetta tímabil þá erum við auðvitað í erfiðri stöðu og eins og staðan er í dag þá er ekki víst að við náum Evrópusæti, en við erum staðráðnir í því að gera okkar besta. Ef við vinnum alla leikina sem eftir eru þá er aldrei að vita í hvaða sæti við lendum að lokum. Það eina sem við getum gert er að mæta í hvern leik af fullum krafti. Við höfum sýnt það í vetur að við getum unnið hvað lið sem er. Vonandi tekst okkur að sýna það á morgun gegn Arsenal. Það er næsta mál á dagskrá", segir Hollendingurinn duglegi að lokum.
,,Þetta eru frábærar fréttir", segir Dalglish í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Dirk hefur verið einn af okkar traustustu leikmönnum og það er virkilega ánægjulegt að vita til þess að hann vilji vera hér áfram og taka þátt í uppbyggingunni."
,,Dirk er einn af þessum leikmönnum sem er alveg nauðsynlegt að hafa í liðinu. Hann er gríðarlega duglegur og hann er mikilvægur karakter bæði innan vallar og utan. Svo hefur hann verið duglegur að skora mörk upp á síðkastið og það skemmir aldrei fyrir."
Kuyt hefur einmitt skorað 7 mörk frá því að Kenny Dalglish tók við liðinu í janúar. Eftirminnilegust er auðvitað þrennan gegn Manchester United á dögunum.
Kuyt er afar vinnusamur og fjölhæfur og hefur spilað margar stöður fyrir Liverpool. Kenny segist ekki vita hvar hann sé bestur.
,,Ég veit ekki hvar á vellinum hann þrífst best. Ég veit bara að hann þrífst vel í liðinu og hann skilar alltaf sínu. Hvort sem hann er á vinstri eða hægri kanti eða frammi. Hann var framherji áður en hann kom hingað og hann hefur oft leyst þá stöðu vel af hendi. Það gefur okkur marga möguleika að hafa mann eins og Kuyt innanborðs. Hann er orðinn gallharður púllari og veit upp á hár fyrir hvað félagið stendur. Honum semur vel við alla í liðinu og honum leiðist ekkert að spjalla við aðra. Þannig menn er gott að hafa í liði sem vill halda uppi góðum anda", segir King Kenny, greinilega ánægður með að vera búinn að framlengja samningum við Dirk Kuyt.
Kuyt sjálfur er ekki síður ánægður, en hann segir í viðtali við Liverpoolfc.tv að hann ætli sér að vinna titla með Liverpool.
,,Ég er mjög ánægður hjá Liverpool. Mér finnst félagið vera að ná sér upp úr öldudalnum. Nú vil ég fara að vinna einhverjar dollur", segir Hollendingurinn ákveðinn.
,,Það var góð tilfinning að skrifa undir nýjan samning. Það er heiður að spila fyrir Liverpool, enda er félagið eitt af þeim stærstu í heiminum. Nú þurfum við bara að standa saman og koma því á flug á ný."
,,Það hefur stundum munað litlu hjá okkur á þessum fimm árum sem ég hef verið hér, en nú held ég að þetta sé að fara að koma hjá okkur. Mér finnst félagið vera á réttri leið undir stjórn nýju eigendanna. Ég er sannfærður um að þeir munu láta til sín taka á leikmannamarkaðinum í sumar og styrkja liðið."
,,Hvað varðar þetta tímabil þá erum við auðvitað í erfiðri stöðu og eins og staðan er í dag þá er ekki víst að við náum Evrópusæti, en við erum staðráðnir í því að gera okkar besta. Ef við vinnum alla leikina sem eftir eru þá er aldrei að vita í hvaða sæti við lendum að lokum. Það eina sem við getum gert er að mæta í hvern leik af fullum krafti. Við höfum sýnt það í vetur að við getum unnið hvað lið sem er. Vonandi tekst okkur að sýna það á morgun gegn Arsenal. Það er næsta mál á dagskrá", segir Hollendingurinn duglegi að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan