| Sf. Gutt
John Henry, eigandi Liverpool, hefur verið í Liverpool upp á síðkastið en nú er hann og kona hans á heimleið. Ísland er í leiðinni!
Allt frá því John og félagar keyptu Liverpool Football Club hafa þeir lagt mikið upp úr því að hitta stuðningsmenn Liverpool til að hlusta á skoðanir þeirra um félagið og framtíð þess. Þetta þykir þeim mjög mikilvægt að gera til að þekkja hug stuðningsmanna Liverpool sem best.
Nú þegar hefur John hitt nokkra hópa stuðningsmanna Liverpool í Liverpool borg til að hlusta á raddir venjulegra stuðningsmanna liðsins okkar. Þessa aðferð notuðu John og félagar hans mikið eftir að þeir keyptu Red Sox á sínum tíma.
Óvænt heimsókn John Henry til Íslands er auðvitað til að hitta stuðningsmenn Liverpool hér á landi og heyra í þeim. John er á heimleið og hann mun hafa ákveðið að millilenda hérna og nota dauðan tíma til gagns. Þetta telst vera í fyrsta sinn sem hann hittir stuðningsmenn Liverpool utan Englands.
John mun vera til viðræðu um málefni Liverpool á Players milli klukkan sex og sjö í kvöld áður en hann tekur flug áfram heim til Boston en þangað er beint flug frá Keflavík.
Liverpool klúbburinn hvetur stuðningsmenn Liverpool, sem eiga þess nokkurn kost, að koma á Players og koma skoðunum sínum á framfæri.
Vilt þú hafa Kenny Dalglish áfram sem framkvæmdastjóra Liverpool? Vilt þú að Liverpool spili áfram á Anfield? Hvaða leikmenn vilt þú að Liverpool kaupi í sumar? Þú getur komið þínum skoðunum um þessi mál og fleiri sem liggja þér á hjarta á framfæri í dag á Players við sjálfan John Henry. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Ef þú býrð úti á landi og vilt leggja spurningu fyrir John getur þú sent póst á [email protected].
Við stefnum á að greina frá heimsókn John Henry og ná viðtali við hann og vonandi verður hægt að birta það hér á Liverpool.is í kvöld!
TIL BAKA
John Henry, eigandi Liverpool, á Íslandi!

Allt frá því John og félagar keyptu Liverpool Football Club hafa þeir lagt mikið upp úr því að hitta stuðningsmenn Liverpool til að hlusta á skoðanir þeirra um félagið og framtíð þess. Þetta þykir þeim mjög mikilvægt að gera til að þekkja hug stuðningsmanna Liverpool sem best.
Nú þegar hefur John hitt nokkra hópa stuðningsmanna Liverpool í Liverpool borg til að hlusta á raddir venjulegra stuðningsmanna liðsins okkar. Þessa aðferð notuðu John og félagar hans mikið eftir að þeir keyptu Red Sox á sínum tíma.
Óvænt heimsókn John Henry til Íslands er auðvitað til að hitta stuðningsmenn Liverpool hér á landi og heyra í þeim. John er á heimleið og hann mun hafa ákveðið að millilenda hérna og nota dauðan tíma til gagns. Þetta telst vera í fyrsta sinn sem hann hittir stuðningsmenn Liverpool utan Englands.
John mun vera til viðræðu um málefni Liverpool á Players milli klukkan sex og sjö í kvöld áður en hann tekur flug áfram heim til Boston en þangað er beint flug frá Keflavík.
Liverpool klúbburinn hvetur stuðningsmenn Liverpool, sem eiga þess nokkurn kost, að koma á Players og koma skoðunum sínum á framfæri.
Vilt þú hafa Kenny Dalglish áfram sem framkvæmdastjóra Liverpool? Vilt þú að Liverpool spili áfram á Anfield? Hvaða leikmenn vilt þú að Liverpool kaupi í sumar? Þú getur komið þínum skoðunum um þessi mál og fleiri sem liggja þér á hjarta á framfæri í dag á Players við sjálfan John Henry. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Ef þú býrð úti á landi og vilt leggja spurningu fyrir John getur þú sent póst á [email protected].
Við stefnum á að greina frá heimsókn John Henry og ná viðtali við hann og vonandi verður hægt að birta það hér á Liverpool.is í kvöld!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Curtis kom Liverpool á toppinn! -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!
Fréttageymslan