| Grétar Magnússon
John W. Henry, eigandi félagsins, var staddur á Leikvangi Ljóssins á sunnudaginn var og sá sína menn sigra Sunderland 2-0. Í kjölfarið hrósaði hann Kenny Dalgish í hástert fyrir að hafa breytt andrúmslofti félagsins til hins betra.
Liðið hefur náð í 20 stig af 30 mögulegum síðan Dalglish tók við, Henry var spurður að því hvort hann hefði fundið fyrir breytingu hjá félaginu eftir að Skotinn tók við og hann svaraði: ,,Algjörlega, það er allt mun jákvæðara. Einhver sagði að fólk væri ekki ánægt hjá félaginu. En ég held að eftir að ein persóna fór hafi margir orðið ánægðari."
Dalglish hefur verið margspurður að því hvort honum hafi verið boðið að halda áfram með liðið eftir tímabilið og Henry sagði þetta um málið: ,,Það sem er að frétta af þessu máli er það að við erum ekki að ræða saman fyrir opnum tjöldum. Þetta er eitthvað sem er kallað stefna Liverpool og maður gerir slíka hluti bakvið luktar dyr."
,,Ég ætla ekki að ræða þessi mál. Kenny hefur staðið sig mjög vel og við erum að vinna saman til framtíðar.
Henry var ánægður að sjá Dirk Kuyt og Luis Suarez aðstoða félagið við að komast nær fimmta sætinu, nú munar fjórum stigum á liðunum þegar átta leikir eru eftir.
,,Þetta voru mikilvæg þrjú stig vegna þess að hingað er erfitt að koma og vinna," sagði Henry. ,,Það var skemmtilegt andrúmsloft á vellinum og áhorfendur láta vel í sér heyra sem gerir það að verkum að lið eiga erfitt með að sækja stig hingað. Ég naut þess mikið að vera á vellinum."
,,Til að ná fimmta sæti verðum við að ná mörgum svona dögum eins og þessum. Tottenham eru í fimmta sæti og þeir líta vel út, við verðum því að spila einstaklega vel. Við verðum að vinna þá þegar þeir koma á Anfield og við munum gera okkar besta. Það var frábært að sjá markið hjá Suarez, hann er magnaður leikmaður."
TIL BAKA
John Henry hrósar Dalglish

Liðið hefur náð í 20 stig af 30 mögulegum síðan Dalglish tók við, Henry var spurður að því hvort hann hefði fundið fyrir breytingu hjá félaginu eftir að Skotinn tók við og hann svaraði: ,,Algjörlega, það er allt mun jákvæðara. Einhver sagði að fólk væri ekki ánægt hjá félaginu. En ég held að eftir að ein persóna fór hafi margir orðið ánægðari."
Dalglish hefur verið margspurður að því hvort honum hafi verið boðið að halda áfram með liðið eftir tímabilið og Henry sagði þetta um málið: ,,Það sem er að frétta af þessu máli er það að við erum ekki að ræða saman fyrir opnum tjöldum. Þetta er eitthvað sem er kallað stefna Liverpool og maður gerir slíka hluti bakvið luktar dyr."
,,Ég ætla ekki að ræða þessi mál. Kenny hefur staðið sig mjög vel og við erum að vinna saman til framtíðar.
Henry var ánægður að sjá Dirk Kuyt og Luis Suarez aðstoða félagið við að komast nær fimmta sætinu, nú munar fjórum stigum á liðunum þegar átta leikir eru eftir.
,,Þetta voru mikilvæg þrjú stig vegna þess að hingað er erfitt að koma og vinna," sagði Henry. ,,Það var skemmtilegt andrúmsloft á vellinum og áhorfendur láta vel í sér heyra sem gerir það að verkum að lið eiga erfitt með að sækja stig hingað. Ég naut þess mikið að vera á vellinum."
,,Til að ná fimmta sæti verðum við að ná mörgum svona dögum eins og þessum. Tottenham eru í fimmta sæti og þeir líta vel út, við verðum því að spila einstaklega vel. Við verðum að vinna þá þegar þeir koma á Anfield og við munum gera okkar besta. Það var frábært að sjá markið hjá Suarez, hann er magnaður leikmaður."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan