| Sf. Gutt

Ótrúlegur dagur!

Dik Kuyt komst í annála á Anfield Road með því að skora þrennu gegn Manchester United í dag. Fyrir leikinn hafði Dirk aldrei skorað gegn Manchester United. Það var því ekki að undra að hann væri ánægður eftir leikinn.

,,Þetta var ótrúlegur dagur. Ég vil þó byrja á að segja að allir strákarnir léku vel. Það var mjög magnað að skora mína fyrstu þrennu fyrir Liverpool og það á móti Manchester United. Ekki spillti fyrir að þriðja markið kom fyrir framan The Kop."

,,Ég verð að þakka liðsfélögum mínum og sérstaklega Luis Suarez því hann spilaði frábærlega í dag og lagði upp tvö af þessum þremur mörkum. Þetta voru nokkuð auðveld mörk og ég var vanur að skora svona mörk þegar ég spilaði sem framherji í Hollandi."

Dirk Kuyt hefur oft verið gagnrýndur af stuðningsmönnum Liverpool og hann hefur ekki náð sér verulega á strik á þessu keppnistímabili. Í dag átti hann mikið hrós skilið og Kenny Dalglish gleymdi ekki að hrósa Hollendingnum. 

,,Þetta er frábært fyrir hann því hann hefur lagt mjög hart að sér til að ná þangað sem hann er kominn. Hann leggur sig líka fram í hverjum einasta leik. Þó mörkin hafi verið skoruð af stuttu færi þá átti hann þau sannarlega skilin."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan