| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Kenny Dalglish hóf seinni stjórnarferil sinn, hjá Liverpool, gegn Manchester United þann níunda janúar. Aftur, tæpum tveimur mánuðum seinna, leggur hann aftur á ráðin gegn Manchester United. Frumraun hans tapaðist og hann og hans menn munu leggja allt í sölurnar á morgun til að bæta úr frá bikarleiknum. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum í röð fyrir Manchester United á Old Trafford en nú takast risarnir á á Anfield!

Liverpool tapaði síðasta leik eftir að hafa leikið átta leiki í röð án taps. Kenny og aðstoðarmenn hans hafa hugsað ráð sitt frá því um síðustu helgi og vonandi kemst Liverpool aftur á sigurbraut. Sæti í Meistaradeild í næstu leiktíð er ekki útilokað en í bili er raunhæfara að stefna á sæti í Evrópudeildinni á nýjan leik. Þrjú stig á morgun koma sér vel í hvaða baráttu sem er og svo er bara svo gaman að vinna Manchester United!
 

                                                                    Liverpool v Manchester United

Það má venjulega treysta á að Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United stilli liði sínu vel upp í stórleikjum. En á sunnudaginn mun hann ekki hafa Nemanja Vidic í vörninni. Þess vegna gæti verið snjallt fyrir Liverpool að hleypa 35 milljón punda sóknarmanninum Andy Carroll lausum í fyrsta sinn. Væri það ekki upplagt ef hann er laus við meiðsli? Andy er auðvitað ekki í leikæfingu en hann kemst ekki í hana nema að spila. 

Ég ætla að spá jafntefli sem væri ekki gott fyrir United ef Arsenal vinnur á laugardaginn. Maður sá það fyrir að þessi leikjaröð hjá United gæti verið snúin. Ég sá þá tapa fyrir Chelsea á Stamford Bridge á þriðjudaginn og því myndi ekki koma á óvart að þeir myndu líka tapa stigum á Anfield. Hvað sem úr verður þá má búast við fjörugum leik. Það er venjulega ekki mikið stemming á hádegisleikjum, hvort sem er á laugardegi eða sunnudegi, en ég held að hún verði mögnuð á þessum leik.

Það eru mörg áhugaverð sjónarhorn á þessum leik. Kannski spilar Andy sinn fyrsta leik fyrir þá Rauðu. Wayne Rooney snýr aftur til Merseyside and Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, mætir Alex Ferguson á nýjan leik. Það á eftir að gera út um eitt og annað frá F.A. bikarleiknum í janúar og mörgu frá fyrri árum líka.
 
Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið er nú í sjötta sæti.

- Liðin hafa leikið í tvígang hingað til á leiktíðinni.

- Manchester United vann fyrri deildarleikinn í haust 3:2 og aftur tapaði Liverpool á Old Trafford 1:0 í F.A. bikarnum.

- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn eftir endurkomu sína í þeim leik.

- Fernando Torres, sóknarmaður Chelsea, er ennþá markahæsti leikmaður Liverpool hingað til á leiktíðinni með níu mörk. 

                                                                                 Síðast!



Liverpool lék einn sinn besta leik á síðustu leiktíð og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og lengi eftir 2:0 sigur. Það var hart barist úti um allan völl og leikurinn sýndi að eitt og annað var hægt þegar allir lögðust á eitt. Fernando Torres kom Liverpool yfir í síðari hálfleik og David Ngog gerði út um leikinn á lokamínútunni. Einn mesti gleðidagur leiktíðarinnar og Rafael Benítez sagði að allir, leikmenn og áhorfendur, hefðu barist til sigurs á Anfield!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan