| Sf. Gutt
Slóvakinn Martin Skrtel er ákveðinn í að vinna titil áður en hann fer frá Liverpool. Evrópudeildin gefur möguleika á því að vinna til verðlauna en til þess þarf Liverpool að vinna sigur á Sparta Prag í kvöld.
,,Ef ég teldi að ég gæti ekki unnið titla myndi ég yfirleitt ekkert vera að spila knattspyrnu. Ég er ánægður hérna og skrifaði undir samning sem gildir í fjögur ár. Ég trúi því að ég muni vinna eitthvað með Liverpool á þeim tíma."
,,Mér finnst að við séum að spila í stórgóðri keppni og þetta er næst mikilvægasta keppnin sem hægt er að taka þátt í í Evrópu. Allir spila knattspyrnu til að vinna titla. Evrópudeildin gefur okkur gott færi á því og ef það tekst myndi það bjarga leiktíðinni fyrir okkur."
,,Við lékum ekki vel til að byrja með á keppnistímabilinu og ég var ekki nein undatekning í því. Ég veit að ég gat gert betur en svona er knattspyrnan. Stundum leikur maður vel og svo gengur ekki vel inni á milli. Ég reyni þó að leggja hart að mér og gera mitt besta fyrir félagið."
TIL BAKA
Martin ætlar að vinna titil!

,,Ef ég teldi að ég gæti ekki unnið titla myndi ég yfirleitt ekkert vera að spila knattspyrnu. Ég er ánægður hérna og skrifaði undir samning sem gildir í fjögur ár. Ég trúi því að ég muni vinna eitthvað með Liverpool á þeim tíma."
,,Mér finnst að við séum að spila í stórgóðri keppni og þetta er næst mikilvægasta keppnin sem hægt er að taka þátt í í Evrópu. Allir spila knattspyrnu til að vinna titla. Evrópudeildin gefur okkur gott færi á því og ef það tekst myndi það bjarga leiktíðinni fyrir okkur."
,,Við lékum ekki vel til að byrja með á keppnistímabilinu og ég var ekki nein undatekning í því. Ég veit að ég gat gert betur en svona er knattspyrnan. Stundum leikur maður vel og svo gengur ekki vel inni á milli. Ég reyni þó að leggja hart að mér og gera mitt besta fyrir félagið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan