| Heimir Eyvindarson
,,Liðið skorti sjálfstraust þegar ég tók við. Nú eru leikmennirnir smátt og smátt farnir að fá meiri trú á sjálfum sér og liðinu. Við höfum unnið síðustu fjóra leiki án þess að fá á okkur mark og það gefur okkur byr í seglin", segir Dalglish í viðtali við Liverpool Daily Post.
,,Við megum samt hvergi slaka á. Við verðum að muna hvernig við komum okkur í þann góða gír sem við erum í þessa dagana og reyna að halda okkur eins lengi á góðu skriði og við getum."
,,Það er ekki hægt að stytta sér leið að því marki sem við viljum ná. Eina leiðin til að komast þangað er að halda áfram að vinna leiki. Við erum að lifna við og nú verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum áorkað."
,,Það er algjörlega bannað að vanmeta Wigan. Leikmennirnir verða að mæta einbeittir til leiks. Þeir sem spiluðu landsleiki í vikunni verða að gjöra svo vel að hætta að hugsa um allt sem þeim fylgir. Leikurinn í dag er það sem máli skiptir í dag. Gleymum því ekki að Wigan liðið kemur hingað til þess að vinna leikinn Við ætlum ekki að leyfa þeim að gera það."
TIL BAKA
Megum ekki slaka á
,,Liðið skorti sjálfstraust þegar ég tók við. Nú eru leikmennirnir smátt og smátt farnir að fá meiri trú á sjálfum sér og liðinu. Við höfum unnið síðustu fjóra leiki án þess að fá á okkur mark og það gefur okkur byr í seglin", segir Dalglish í viðtali við Liverpool Daily Post.
,,Við megum samt hvergi slaka á. Við verðum að muna hvernig við komum okkur í þann góða gír sem við erum í þessa dagana og reyna að halda okkur eins lengi á góðu skriði og við getum."
,,Það er ekki hægt að stytta sér leið að því marki sem við viljum ná. Eina leiðin til að komast þangað er að halda áfram að vinna leiki. Við erum að lifna við og nú verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum áorkað."
,,Það er algjörlega bannað að vanmeta Wigan. Leikmennirnir verða að mæta einbeittir til leiks. Þeir sem spiluðu landsleiki í vikunni verða að gjöra svo vel að hætta að hugsa um allt sem þeim fylgir. Leikurinn í dag er það sem máli skiptir í dag. Gleymum því ekki að Wigan liðið kemur hingað til þess að vinna leikinn Við ætlum ekki að leyfa þeim að gera það."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan