| Heimir Eyvindarson

Gerrard tæpur fyrir leikinn í dag

Ekki er víst að Liverpool njóti krafta fyrirliðans Steven Gerrard í leiknum gegn Wigan í dag, en hann á við smávægileg meiðsl að stríða.

Gerrard varð fyrir hnjaski í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi og missti af þeim sökum af landsleik Englendinga gegn Dönum á miðvikudaginn. Hann er allur að koma til en enn er ekki ljóst hvort hann fái grænt ljós frá læknaliði félagsins í tæka tíð fyrir leikinn í dag.

Fregnir frá Liverpool herma að Gerrard hafi ekki æft með liðinu í vikunni, en Kenny Dalglish vonist samt sem áður til þess að fyrirliðinn verði leikfær í dag. Líklegt þykir að Dalglish muni bíða fram á síðustu stundu í dag með að tilkynna liðið.

Samkvæmt sömu heimildum er einnig óvíst hvort Daniel Agger geti verið með í dag, en hann meiddist lítillega í landsleiknum á miðvikudag.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan