Mark spáir í spilin
Jú, Liverpool er að spila betri knattspyrnu og andrúmsloftið er allt annað en þegar Roy réði ríkjum. Stuðningsmenn Liverpool bíða nú spenntir eftir næsta leik enda hefur Kóngurinn hrifið alla með sér. Allir frá leikmönnum til stuðningsmanna Liverpool eru tilbúnir til verka og nú snúa allir bökum saman. Allt þetta eigum við Kenny Dalglish að þakka. En nú þarf að fara að vinna leiki. Ég, eins og aðrir stuðningsmenn Liverpool, reikna með sigri á morgun. Kenny Dalglish er jú mættur!
Wolverhampton Wanderes v Liverpool
Wolves komst nærri því að ná óvæntum úrslitum þegar þeir töpuðu 4:3 fyrir Manchester City á Eastlands um síðustu helgi. Svo skoruðu þeir fimm sinnum gegn Doncaster í F.A. bikarnum í miðri viku. Þeir áttu lengi vel í erfiðleikum með að skora en allt í einu skora þeir mörk úr öllum áttum.
Liverpool er líka að bæta sig hægt og rólega. Þeir sakna Steven Gerrard sem er í leikbanni en Fernando Torres var líkari sjálfum sér í síðasta leik gegn Everton og sama má segja um liðið. Eftir jafntefli og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum undir stjórn Kenny Dalglish er auðvitað komin þörf á sigri. Mér er sagt að jákvæðnin hafi aukist mikið hjá félaginu. Það er líka allt annað andrúmsloft á æfingavellinum þó ekki nema bara vegna þess af því hann er þar. Ég held að það styttist mjög í að úrslitin fari að lagast.
Það virðist vera að Kenny muni fá fjármagn til að kaupa einhverja leikmenn fyrir lok mánaðarins og það þarf einhvern til að spila með Fernando í sókninni. Það hefur verið rætt um Úrúgvæjann Luis Suarez, sem leikur í sókninni hjá Ajax, í þeim efnum. Það getur verið að hann sé leikmaður að skapi amerísku eigendanna. Hann er ungur, ekki nema 23. ára, svo hann gæti leikið hér í nokkur ár og svo er hann ekki eldri en svo að það mætti selja hann seinna.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liðin mættust milli jóla og áramóta og þá unnu Úlfarnir 0:1 á Anfield.
- David Ngog og Steven Gerrard leiða markalista Liverpool með átta mörk.
- Liverpool hefur enn ekki unnið leik eftir endurkomu Kenny Dalglish.
- Liverpool hefur ekki unnið Wolves á útivelli frá því á leiktíðinni 1978/79.
- Liverpool hefur tapað tíu deildarleikjum og miðað við árstíma hefur liðið ekki tapað fleiri leikjum frá því leiktíðina 1953/54 þegar það féll í aðra deild.
Síðast!
Þeir voru nú alltof margir leikirnir á síðustu leiktíð sem voru daufir en fáir voru verri en þessi. Eftir mikið hnoð í 90 mínútur gengu leikmenn liðanna af leikvelli án þess að hafa skorað og það sem verra var þeir höfðu varla skapað eitt einasta marktækifæri.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!