| Grétar Magnússon
Kenny Dalglish varar leikmenn sína við því að þeir verði að vera tilbúnir í hörku baráttu við Blackpool í kvöld ef þeir ætli að hefna fyrir 2-1 tapið á Anfield fyrr í vetur.
Mörk frá Charlie Adam og Luke Varney komu Blackpool í 2-0 áður en flautað var til fyrri hálfleiks og Dalglish segir að betra liðið hafi unnið þann daginn.
Kenny var spurður um hvað hann hugsaði þegar flautað var til leiksloka þennan dag: ,,Við töpuðum 2-1 þannig maður er þá ekkert að fara í nein heljarstökk, er það ?"
,,Þennan dag áttu Blackpool menn sigurinn skilinn. Þeir spiluðu mjög vel. Þeir hafa verið mjög ferskir í Úrvalsdeildinni. Við erum að fara að spila við lið sem gengur mjög vel sem stendur. Ég held að þeir hafi farið fram úr væntingum ansi margra og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það."
,,Við verðum að vera tilbúnir í leikinn og spila mjög vel á miðvikudagskvöldið því annars munum við fá sömu úrslit og síðast - tap."
Steven Gerrard er í banni í kvöld en hann tekur út sinn fyrsta leik af þremur eftir rauða spjaldið á sunnudaginn. Dalglish dettur hinsvegar ekki í hug að nota fjarveru fyrirliðans sem einhverskonar afsökun ef hlutirnir koma ekki til með að ganga upp.
,,Öll lið sem hafa Steven Gerrard innanborðs eru betri en lið án hans, en við verðum að halda áfram," sagði hann. ,,Mikilvægustu leikmenn okkar eru þeir sem eru tiltækir, ekki þeir sem við getum ekki notað, vegna þess að þeir geta ekki haft nein áhrif á úrslit leiksins."
TIL BAKA
Kenny varar við Blackpool

Mörk frá Charlie Adam og Luke Varney komu Blackpool í 2-0 áður en flautað var til fyrri hálfleiks og Dalglish segir að betra liðið hafi unnið þann daginn.
Kenny var spurður um hvað hann hugsaði þegar flautað var til leiksloka þennan dag: ,,Við töpuðum 2-1 þannig maður er þá ekkert að fara í nein heljarstökk, er það ?"
,,Þennan dag áttu Blackpool menn sigurinn skilinn. Þeir spiluðu mjög vel. Þeir hafa verið mjög ferskir í Úrvalsdeildinni. Við erum að fara að spila við lið sem gengur mjög vel sem stendur. Ég held að þeir hafi farið fram úr væntingum ansi margra og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það."
,,Við verðum að vera tilbúnir í leikinn og spila mjög vel á miðvikudagskvöldið því annars munum við fá sömu úrslit og síðast - tap."
Steven Gerrard er í banni í kvöld en hann tekur út sinn fyrsta leik af þremur eftir rauða spjaldið á sunnudaginn. Dalglish dettur hinsvegar ekki í hug að nota fjarveru fyrirliðans sem einhverskonar afsökun ef hlutirnir koma ekki til með að ganga upp.
,,Öll lið sem hafa Steven Gerrard innanborðs eru betri en lið án hans, en við verðum að halda áfram," sagði hann. ,,Mikilvægustu leikmenn okkar eru þeir sem eru tiltækir, ekki þeir sem við getum ekki notað, vegna þess að þeir geta ekki haft nein áhrif á úrslit leiksins."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan