| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stöndum með stjóranum!
Joe Cole var hetja Liverpool á nýársdag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Bolton. Markið var mikilvægt enda var gríðarleg óánægja eftir að Liverpool tapaði fyrir Úlfunum milli jóla og nýárs. Þá vildu margir að Roy Hodgson færi á staðnum en Joe segir alla standa með framkvæmdastjóranum.
,,Við stöndum allir með framkvæmdastjóranum. Við erum allir staðráðnir í að koma félaginu í rétta átt og vinna hörðum höndum að því. Við fórum til leiks til að leika fyrir treyjuna og framkvæmdastjórann. Það er nauðsynlegt að allir standi saman því enginn er stærri en þetta félag."
,,Við höfum ekki gaman af því að tapa og þurfa svo að sitja undir gagnrýni. Blöðin og allir gagnrýndu okkur og nú til dags felst helmingurinn af þessu starfi í því að fást við alla þessa pressu. Við erum ánægðir með sigurinn fyrir hönd stuðningsmanna okkar, eigenda félagsins og framkvæmdastjórans en nú verðum við að standa saman og láta þennan sigur koma okkur af stað. Þetta má ekki verða sigur sem gefur falskar vonir."
,,Vonandi verður þetta gott ár fyrir Liverpool. Árið 2010 var erfitt fyrir alla hjá félaginu og við viljum að 2011 verði mjög gott ár. Þetta félag snýst um að vinna verðlaun svo einfalt er það nú. Við erum ekkert meðalfélag og við þurfum að berjast um og vinna titla."
Joe Cole hefur ekki gengið vel frá því hann gekk til liðs við Liverpool en hann var ánægður með að hafa fengið tækifæri og eins með að hafa náð að skora eftir langt hlé.
,,Það var gaman að skora mitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool en það var mikilvægara að liðið skyldi vinna. Stevie sendi góða sendingu fyrir markið og ég náði að pota tá í boltann eftir að Maxi kom honum fyrir. Ég átti síðustu snertinguna og það var gott fyrir mig að komast á markalistann eftir langt hlé. Ég vil spila í liðinu en ég veit að ég verð að leggja hart að mér svo framkvæmdastjórinn verði ánægður með mig og velji mig í liðið."
,,Við stöndum allir með framkvæmdastjóranum. Við erum allir staðráðnir í að koma félaginu í rétta átt og vinna hörðum höndum að því. Við fórum til leiks til að leika fyrir treyjuna og framkvæmdastjórann. Það er nauðsynlegt að allir standi saman því enginn er stærri en þetta félag."
,,Við höfum ekki gaman af því að tapa og þurfa svo að sitja undir gagnrýni. Blöðin og allir gagnrýndu okkur og nú til dags felst helmingurinn af þessu starfi í því að fást við alla þessa pressu. Við erum ánægðir með sigurinn fyrir hönd stuðningsmanna okkar, eigenda félagsins og framkvæmdastjórans en nú verðum við að standa saman og láta þennan sigur koma okkur af stað. Þetta má ekki verða sigur sem gefur falskar vonir."
,,Vonandi verður þetta gott ár fyrir Liverpool. Árið 2010 var erfitt fyrir alla hjá félaginu og við viljum að 2011 verði mjög gott ár. Þetta félag snýst um að vinna verðlaun svo einfalt er það nú. Við erum ekkert meðalfélag og við þurfum að berjast um og vinna titla."
Joe Cole hefur ekki gengið vel frá því hann gekk til liðs við Liverpool en hann var ánægður með að hafa fengið tækifæri og eins með að hafa náð að skora eftir langt hlé.
,,Það var gaman að skora mitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool en það var mikilvægara að liðið skyldi vinna. Stevie sendi góða sendingu fyrir markið og ég náði að pota tá í boltann eftir að Maxi kom honum fyrir. Ég átti síðustu snertinguna og það var gott fyrir mig að komast á markalistann eftir langt hlé. Ég vil spila í liðinu en ég veit að ég verð að leggja hart að mér svo framkvæmdastjórinn verði ánægður með mig og velji mig í liðið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan