| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Hörmulegt tap fyrir Newcastle
Liverpool steinlá gegn Newcastle á St. James Park í gær. Lokatölur 3-1 í afar döprum leik af okkar hálfu.
Roy Hodgson kom ekki á óvart með liðsuppstillingu sinni fyrir leikinn í gær. Eina breytingin frá sigurleiknum gegn Aston Villa á mánudaginn var að Ryan Babel, sem var einn besti maður liðsins gegn Villa, var settur á bekkinn til að rýma fyrir Fernando Torres sem var klár í slaginn eftir að hafa gert góða ferð á fæðingardeildina í vikunni.
Newcastle lék sinn fyrsta leik undir stjórn Alan Pardew í gær og leikmönnum var greinilega mjög í mun að sýna sig og sanna fyrir nýja stjóranum. Ekki var að sjá að sami hugur væri í okkar mönnum og átti liðið strax í upphafi leiks nokkuð erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum leikmönnum Newcastle.
Liverpool átti reyndar fyrsta markskot leiksins þegar Maxi Rodriguez þrumaði að marki af 25 metra færi eftir þriggja mínútna leik, án þess að valda heimamönnum teljandi vandræðum. Tveimur minútum síðar komst Shola Ameobi í ákjósanlegt færi inni í vítateig okkar manna, en Pepe Reina sá við honum.
Á 10 mínútu átti Kyrgiakos skalla að marki Newcastle, eftir ágæta fyrirgjöf Maxi Rodriguez, en hafði ekki heppnina með sér. Á 12. mínútu opnaði Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez vörn okkar manna upp á gátt með góðri sendingu á Andy Carroll, en sem betur fer var Carroll ekki alveg á tánum og Reina tókst að bægja hættunni frá.
Sex mínútum síðar var Carroll hinsvegar með hlutina á hreinu þegar hann stýrði fyrirgjöf frá Joey Barton beint fyrir fætur Kevin Nolan sem renndi boltanum auðveldlega í netið frá markteig. Endursýning í sjónvarpi sýndi reyndar að Nolan var naumlega rangstæður þannig að tæknilega hefði markið ekki átt að standa, en það breytir því ekki að varnarvinna Liverpool liðsins var svo arfaslök að markið var fyllilega verðskuldað. Martin Skrtel réð engan veginn við Carroll í loftinu, sem hafði allan tímann í heiminum til að stýra boltanum á Nolan sem var af einhverjum undarlegum ástæðum fyrir framan Paul Konchesky á markteignum miðjum. Ekki í fyrsta sinn sem varnarvinna Konchesky er til algjörrar skammar.
Á 19. mínútu leit fyrsta gula spjaldið dagsins ljós, en það fékk Glen Johnson að líta eftir tæklingu á Gutierrez.
Mínútu síðar voru varnarmenn Liverpool enn eina ferðina í standandi vandræðum eftir fast leikatriði og minnstu mátti muna að Sol Campbell ýtti boltanum í markið af fimm metra færi. Til allrar lukku er gamli maðurinn ekki sá flinkasti með boltann og Pepe Reina gat bjargað málunum.
Rétt seinna skapaðist örlítil hætta við mark heimamanna þegar Glen Johnson sendi góða fyrirgjöf inn í teiginn, beint á kollinn á Maxi, en Argentínumaðurinn skallaði himinhátt yfir.
Á 33. mínútu mátti síðan engu muna að okkar mönnum tækist að jafna metin, en þá mistókst Sol Campbell herfilega að hreinsa frá og Raúl Meireles þrumaði að marki af stuttu færi. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Newcastle og skaust fram hjá Tim Krul í markinu, en fyrir einhverja hundaheppni heimamanna varð José Enrique fyrir boltanum á marklínunni - án þess að sjá hann nokkurn tíma!
Þremur mínútum síðar gerði Raúl Meireles sig sekan um fáheyrð mistök þegar hann færði Shola Ameobi boltann á silfurfati rétt við vítateig Liverpool. Ameobi skaut strax að marki en boltinn fór af Martin Skrtel og rétt fram hjá.
Rétt fyrir lok hálfleiksins komst Maxi í ágætis stöðu við vítateig Newcastle, eftir ágætis samspil við David N´Gog, en var felldur á vítateigslínunni. Lee Mason dómara leiksins hefur líklega fundist Argentínumaðurinn detta heldur auðveldlega og ákvað að flauta ekki. Í endursýningu sást að snerting átti sér stað, en hún gaf kannski ekki tilefni til eins tilkomumikils falls og Maxi framkvæmdi og því fór sem fór.
Liverpool hélt áfram að sækja og freista þess að jafna fyrir leikhlé. Á 45. mínútu átti Paul Konchesky ágæta fyrirgjöf inn í teig en José Enrique tókst að skalla boltann í horn. Raúl Meireles tók góða hornspyrnu og smellti boltanum beint á kollinn á Kyrgiakos sem skallaði boltann beint upp í loft. Líklega besta færi Liverpool í hálfleiknum.
Leikmenn Liverpool héldu fremur vonsviknir til búningsherbergjanna í leikhléi, enda voru þeir síst verri aðilinn í leiknum. Þrátt fyrir ágæta baráttu í Newcastle þá er liðið einfaldlega alls ekki gott og sérstaklega virkar vörnin óörugg. En illu heilli var sóknarleikur okkar manna ekki það beittur að Sol Campbell og félagar ættu í teljandi vandræðum. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Newcastle.
Gestirnir frá Liverpool mættu heldur hressari til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins fimm mínútna leik tókst okkar mönnum loks að nýta sér glufurnar í varnarleik heimamanna. Sol Campbell var þá enn og aftur í stórkostlegum vandræðum við eigin vítateig. Boltinn skoppaði af hnakkanum á honum til Dirk Kuyt sem renndi boltanum í skankana á Steven Taylor og þaðan í markhornið. Afar slysalegt mark og staðan orðin jöfn 1-1.
Tveimur mínútum síðar átti Meireles fína sendingu á Fernando Torres sem skallaði boltann beint í fangið á Tim Krul í markinu.
Mínútu síðar fékk Torres síðan besta færi leiksins þegar Paul Konchesky sendi boltann inn fyrir vörn Newcastle og beint fyrir fætur El Nino sem stóð skyndilega einn á móti Krul í markinu. Torres reyndi að setja boltann milli fóta Krul, en tókst ekki. Algjört dauðafæri!
Á 57. mínútu átti Joey Barton, sem átti prýðisgóðan leik fyrir heimamenn, góða sendingu á Andy Carroll sem skallaði boltann yfir mark Liverpool af 7-8 metra færi. Örskömmu síðar var Torres aftur kominn í færi hinum megin, en skot hans fór rétt fram hjá að þessu sinni.
Á 65. mínútu var Liverpool stálheppið að fá ekki á sig mark þegar Martin Skrtel tapaði boltanum með tilþrifum við vítateiginn og varamaðurinn Nile Ranger komst í upplagt færi. Ranger var hinsvegar allt of seinn að athafna sig og Reina gat lokað markinu í tæka tíð. Ranger þessi kom inn fyrir Shola Ameobi og Skrtel og Kyrgiakos áttu báðir í stökustu vandræðum með hann á næstu mínútum. Sérstaklega Skrtel, sem hefur líklega sjaldan spilað jafn illa fyrir Liverpool.
Fyrsta skipting Liverpool í lekunum var óvenju snemma á ferðinni, enda kom hún ekki til af góðu. David N´Gog fékk þá slæmt höfuðhögg og þurfti að fara af velli alblóðugur. Ryan Babel kom inn á í hans stað og hleypti nokkru lífi í hugmyndasnauðan sóknarleik Liverpool.
Á 80. mínútu komst Newcastle síðan yfir með marki frá sjálfum Joey Barton. Enn einu sinni var Skrtel í basli með Nile Ranger sem vann boltann auðveldlega af Slóvakanum í loftinu og nikkaði honum á Barton, sem potaði honum framhjá varnarlausum Reina í marki Liverpool. Staðan orðin 2-1 og útlitið dökkt fyrir okkar menn.
Á 85. mínútu ákvað Hodgson að setja Milan Jovanovic inn á fyrir Maxi Rodríguez, en það breytti engu um gang mála. Sóknarleikur Liverpool var áfram hægur og hugmyndasnauður og byggðist helst á kýlingum fram völlinn, sem slakir varnarmenn heimamanna áttu ekki í stórkostlegum vandræðum með. Ryan Babel og Fernando Torres komust þó báðir í sæmileg hálffæri undir lok venjulegs leiktíma, en höfðu ekki heppnina með sér.
Á 91. mínútu gerðu heimamenn síðan út um leikinn með glæsimarki frá Andy Carroll. Carroll fékk boltann vel fyrir utan teig og fékk nægan tíma til að athafna sig meðan Lucas Leiva fylgdist vandlega með frá vítateigslínunni, án þess að gera minnstu tilraun til að fara á móti honum. Carroll lét ekki bjóða sér svo fínt færi tvisvar og þrumaði boltanum í fjærhornið án þess að Reina kæmi nokkrum vörnum við. Glæsilegt mark, en algjör gjöf af okkar hálfu. Staðan 3-1 og ljóst að leikurinn væri tapaður.
Þremur mínútum síðar flautaði Lee Mason leikinn af og hörmulegt 3-1 tap fyrir slöku liði heimamanna staðreynd í nepjunni í Newcastle.
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky, Kyrgiakos, Skrtel, Meireles, Rodriguez (Jovanovic 85. mín.), Leiva, Kuyt, Torres og Ngog (Babel 73. mínútu). Ónotaðir varamenn: Jones, Poulsen, Aurelio, Cole og Kelly.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (50. mín.).
Gult spjald: Johnson.
Newcastle: Krul, Barton, Campbell, Simpson, Taylor, Enrique, Gutierrez, Ameobi (Ranger 63. mín.), Nolan (Smith 87. mín.), Tiote og Carroll (Routledge 94. mín.). Ónotaðir varamenn: Harper, Perch, Guthrie og Lövenkrands.
Gul spjöld: Tiote, Gutierrez.
Áhorfendur á St. James Park: 50.137.
Maður leiksins: Það er ekki létt verk að velja mann leiksins eftir svo slakan leik, en Portúgalinn Raul Meireles var líklega besti maður Liverpool í leiknum. Hann spilaði á köflum ljómandi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var öflugur á miðjunni. Hann var heldur mistækari í síðari hálfleik, en þegar á heildina er litið var hann bestur okkar manna í dag.
Roy Hodgson: Til að vinna sigur á jafn sterku liði eins og Newcastle er á heimavelli hefðum við þurft að spila betur en við gerðum í dag. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum betri aðilinn í leiknum, en við misstum leikinn frá okkur í þeim síðari. Þetta var slæmt tap.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur einungis unnið einn sigur á útivelli það sem af er tímabilsins. Tapið í dag var sjötta útivallartap liðsins á tímabilinu, í 9 leikjum.
- Það þarf að fara allt aftur til tímabilsins 1962-1963 til að finna verri byrjun á útivöllum í deildinni hjá Liverpool. Í 9 fyrstu útileikjum liðsins þann vetur náði liðið einungis í 3 stig. Nú eru stigin 5 í 9 útileikjum.
- Með sigrinum komst Newcastle upp fyrir Liverpool í deildinni, á markahlutfalli. Newcastle er í 8. sæti en Liverpool í því níunda með jafnmörg stig og WBA og Blackpool.
- Þetta var fyrsti heimasigur Newcastle síðan í október.
- Þetta var fyrsti leikur Newcastle undir stjórn Alan Pardew, sem tók við liðinu í vikunni, eftir að Chris Houghton var látinn taka pokann sinn.
Roy Hodgson kom ekki á óvart með liðsuppstillingu sinni fyrir leikinn í gær. Eina breytingin frá sigurleiknum gegn Aston Villa á mánudaginn var að Ryan Babel, sem var einn besti maður liðsins gegn Villa, var settur á bekkinn til að rýma fyrir Fernando Torres sem var klár í slaginn eftir að hafa gert góða ferð á fæðingardeildina í vikunni.
Newcastle lék sinn fyrsta leik undir stjórn Alan Pardew í gær og leikmönnum var greinilega mjög í mun að sýna sig og sanna fyrir nýja stjóranum. Ekki var að sjá að sami hugur væri í okkar mönnum og átti liðið strax í upphafi leiks nokkuð erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum leikmönnum Newcastle.
Liverpool átti reyndar fyrsta markskot leiksins þegar Maxi Rodriguez þrumaði að marki af 25 metra færi eftir þriggja mínútna leik, án þess að valda heimamönnum teljandi vandræðum. Tveimur minútum síðar komst Shola Ameobi í ákjósanlegt færi inni í vítateig okkar manna, en Pepe Reina sá við honum.
Á 10 mínútu átti Kyrgiakos skalla að marki Newcastle, eftir ágæta fyrirgjöf Maxi Rodriguez, en hafði ekki heppnina með sér. Á 12. mínútu opnaði Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez vörn okkar manna upp á gátt með góðri sendingu á Andy Carroll, en sem betur fer var Carroll ekki alveg á tánum og Reina tókst að bægja hættunni frá.
Sex mínútum síðar var Carroll hinsvegar með hlutina á hreinu þegar hann stýrði fyrirgjöf frá Joey Barton beint fyrir fætur Kevin Nolan sem renndi boltanum auðveldlega í netið frá markteig. Endursýning í sjónvarpi sýndi reyndar að Nolan var naumlega rangstæður þannig að tæknilega hefði markið ekki átt að standa, en það breytir því ekki að varnarvinna Liverpool liðsins var svo arfaslök að markið var fyllilega verðskuldað. Martin Skrtel réð engan veginn við Carroll í loftinu, sem hafði allan tímann í heiminum til að stýra boltanum á Nolan sem var af einhverjum undarlegum ástæðum fyrir framan Paul Konchesky á markteignum miðjum. Ekki í fyrsta sinn sem varnarvinna Konchesky er til algjörrar skammar.
Á 19. mínútu leit fyrsta gula spjaldið dagsins ljós, en það fékk Glen Johnson að líta eftir tæklingu á Gutierrez.
Mínútu síðar voru varnarmenn Liverpool enn eina ferðina í standandi vandræðum eftir fast leikatriði og minnstu mátti muna að Sol Campbell ýtti boltanum í markið af fimm metra færi. Til allrar lukku er gamli maðurinn ekki sá flinkasti með boltann og Pepe Reina gat bjargað málunum.
Rétt seinna skapaðist örlítil hætta við mark heimamanna þegar Glen Johnson sendi góða fyrirgjöf inn í teiginn, beint á kollinn á Maxi, en Argentínumaðurinn skallaði himinhátt yfir.
Á 33. mínútu mátti síðan engu muna að okkar mönnum tækist að jafna metin, en þá mistókst Sol Campbell herfilega að hreinsa frá og Raúl Meireles þrumaði að marki af stuttu færi. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Newcastle og skaust fram hjá Tim Krul í markinu, en fyrir einhverja hundaheppni heimamanna varð José Enrique fyrir boltanum á marklínunni - án þess að sjá hann nokkurn tíma!
Þremur mínútum síðar gerði Raúl Meireles sig sekan um fáheyrð mistök þegar hann færði Shola Ameobi boltann á silfurfati rétt við vítateig Liverpool. Ameobi skaut strax að marki en boltinn fór af Martin Skrtel og rétt fram hjá.
Rétt fyrir lok hálfleiksins komst Maxi í ágætis stöðu við vítateig Newcastle, eftir ágætis samspil við David N´Gog, en var felldur á vítateigslínunni. Lee Mason dómara leiksins hefur líklega fundist Argentínumaðurinn detta heldur auðveldlega og ákvað að flauta ekki. Í endursýningu sást að snerting átti sér stað, en hún gaf kannski ekki tilefni til eins tilkomumikils falls og Maxi framkvæmdi og því fór sem fór.
Liverpool hélt áfram að sækja og freista þess að jafna fyrir leikhlé. Á 45. mínútu átti Paul Konchesky ágæta fyrirgjöf inn í teig en José Enrique tókst að skalla boltann í horn. Raúl Meireles tók góða hornspyrnu og smellti boltanum beint á kollinn á Kyrgiakos sem skallaði boltann beint upp í loft. Líklega besta færi Liverpool í hálfleiknum.
Leikmenn Liverpool héldu fremur vonsviknir til búningsherbergjanna í leikhléi, enda voru þeir síst verri aðilinn í leiknum. Þrátt fyrir ágæta baráttu í Newcastle þá er liðið einfaldlega alls ekki gott og sérstaklega virkar vörnin óörugg. En illu heilli var sóknarleikur okkar manna ekki það beittur að Sol Campbell og félagar ættu í teljandi vandræðum. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Newcastle.
Gestirnir frá Liverpool mættu heldur hressari til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins fimm mínútna leik tókst okkar mönnum loks að nýta sér glufurnar í varnarleik heimamanna. Sol Campbell var þá enn og aftur í stórkostlegum vandræðum við eigin vítateig. Boltinn skoppaði af hnakkanum á honum til Dirk Kuyt sem renndi boltanum í skankana á Steven Taylor og þaðan í markhornið. Afar slysalegt mark og staðan orðin jöfn 1-1.
Tveimur mínútum síðar átti Meireles fína sendingu á Fernando Torres sem skallaði boltann beint í fangið á Tim Krul í markinu.
Mínútu síðar fékk Torres síðan besta færi leiksins þegar Paul Konchesky sendi boltann inn fyrir vörn Newcastle og beint fyrir fætur El Nino sem stóð skyndilega einn á móti Krul í markinu. Torres reyndi að setja boltann milli fóta Krul, en tókst ekki. Algjört dauðafæri!
Á 57. mínútu átti Joey Barton, sem átti prýðisgóðan leik fyrir heimamenn, góða sendingu á Andy Carroll sem skallaði boltann yfir mark Liverpool af 7-8 metra færi. Örskömmu síðar var Torres aftur kominn í færi hinum megin, en skot hans fór rétt fram hjá að þessu sinni.
Á 65. mínútu var Liverpool stálheppið að fá ekki á sig mark þegar Martin Skrtel tapaði boltanum með tilþrifum við vítateiginn og varamaðurinn Nile Ranger komst í upplagt færi. Ranger var hinsvegar allt of seinn að athafna sig og Reina gat lokað markinu í tæka tíð. Ranger þessi kom inn fyrir Shola Ameobi og Skrtel og Kyrgiakos áttu báðir í stökustu vandræðum með hann á næstu mínútum. Sérstaklega Skrtel, sem hefur líklega sjaldan spilað jafn illa fyrir Liverpool.
Fyrsta skipting Liverpool í lekunum var óvenju snemma á ferðinni, enda kom hún ekki til af góðu. David N´Gog fékk þá slæmt höfuðhögg og þurfti að fara af velli alblóðugur. Ryan Babel kom inn á í hans stað og hleypti nokkru lífi í hugmyndasnauðan sóknarleik Liverpool.
Á 80. mínútu komst Newcastle síðan yfir með marki frá sjálfum Joey Barton. Enn einu sinni var Skrtel í basli með Nile Ranger sem vann boltann auðveldlega af Slóvakanum í loftinu og nikkaði honum á Barton, sem potaði honum framhjá varnarlausum Reina í marki Liverpool. Staðan orðin 2-1 og útlitið dökkt fyrir okkar menn.
Á 85. mínútu ákvað Hodgson að setja Milan Jovanovic inn á fyrir Maxi Rodríguez, en það breytti engu um gang mála. Sóknarleikur Liverpool var áfram hægur og hugmyndasnauður og byggðist helst á kýlingum fram völlinn, sem slakir varnarmenn heimamanna áttu ekki í stórkostlegum vandræðum með. Ryan Babel og Fernando Torres komust þó báðir í sæmileg hálffæri undir lok venjulegs leiktíma, en höfðu ekki heppnina með sér.
Á 91. mínútu gerðu heimamenn síðan út um leikinn með glæsimarki frá Andy Carroll. Carroll fékk boltann vel fyrir utan teig og fékk nægan tíma til að athafna sig meðan Lucas Leiva fylgdist vandlega með frá vítateigslínunni, án þess að gera minnstu tilraun til að fara á móti honum. Carroll lét ekki bjóða sér svo fínt færi tvisvar og þrumaði boltanum í fjærhornið án þess að Reina kæmi nokkrum vörnum við. Glæsilegt mark, en algjör gjöf af okkar hálfu. Staðan 3-1 og ljóst að leikurinn væri tapaður.
Þremur mínútum síðar flautaði Lee Mason leikinn af og hörmulegt 3-1 tap fyrir slöku liði heimamanna staðreynd í nepjunni í Newcastle.
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky, Kyrgiakos, Skrtel, Meireles, Rodriguez (Jovanovic 85. mín.), Leiva, Kuyt, Torres og Ngog (Babel 73. mínútu). Ónotaðir varamenn: Jones, Poulsen, Aurelio, Cole og Kelly.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (50. mín.).
Gult spjald: Johnson.
Newcastle: Krul, Barton, Campbell, Simpson, Taylor, Enrique, Gutierrez, Ameobi (Ranger 63. mín.), Nolan (Smith 87. mín.), Tiote og Carroll (Routledge 94. mín.). Ónotaðir varamenn: Harper, Perch, Guthrie og Lövenkrands.
Gul spjöld: Tiote, Gutierrez.
Áhorfendur á St. James Park: 50.137.
Maður leiksins: Það er ekki létt verk að velja mann leiksins eftir svo slakan leik, en Portúgalinn Raul Meireles var líklega besti maður Liverpool í leiknum. Hann spilaði á köflum ljómandi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var öflugur á miðjunni. Hann var heldur mistækari í síðari hálfleik, en þegar á heildina er litið var hann bestur okkar manna í dag.
Roy Hodgson: Til að vinna sigur á jafn sterku liði eins og Newcastle er á heimavelli hefðum við þurft að spila betur en við gerðum í dag. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum betri aðilinn í leiknum, en við misstum leikinn frá okkur í þeim síðari. Þetta var slæmt tap.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur einungis unnið einn sigur á útivelli það sem af er tímabilsins. Tapið í dag var sjötta útivallartap liðsins á tímabilinu, í 9 leikjum.
- Það þarf að fara allt aftur til tímabilsins 1962-1963 til að finna verri byrjun á útivöllum í deildinni hjá Liverpool. Í 9 fyrstu útileikjum liðsins þann vetur náði liðið einungis í 3 stig. Nú eru stigin 5 í 9 útileikjum.
- Með sigrinum komst Newcastle upp fyrir Liverpool í deildinni, á markahlutfalli. Newcastle er í 8. sæti en Liverpool í því níunda með jafnmörg stig og WBA og Blackpool.
- Þetta var fyrsti heimasigur Newcastle síðan í október.
- Þetta var fyrsti leikur Newcastle undir stjórn Alan Pardew, sem tók við liðinu í vikunni, eftir að Chris Houghton var látinn taka pokann sinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan