| Sf. Gutt
Þeir Roy Hodgson og Gerard Houllier hafa lengi verið góðir vinir. Roy hlakkar til samfunda þeirra í kvöld þegar Aston Villa kemur til leiks gegn Liverpool á Anfield Road.
,,Ég hef þekkt Gerard í áraraðir eða allt frá því ég fór til Sviss árið 1990. Við höfum því verið vinir í 20 ár og höfum unnið mikið saman í Evrópu á vegum tæknihóps Knattspyrnusambands Evrópu. Eins höfum við starfað saman hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu."
,,Mér finnst mjög gaman að hann sé kominn aftur í ensku knattspyrnuna og ég er viss um að hann fær góðar viðtökur þegar hann kemur á Anfield. Fólk kann vel að meta störf hans hérna þegar hann var framkvæmdastjóri Liverpool."
Roy Hodgson og Gerard Houllier sátu saman á varamannabekknum á Anfield í haust þegar Liverpool og Everton mættust í ágóðaleik Jamie Carragher. Gerard fékk boð á leikinn og bað Roy um að fá að sitja með honum á bekknum. Það var auðsótt mál. Þeir verða ekki alveg eins nærri hvor öðrum í kvöld en víst á eftir að fara vel á með þeim.
TIL BAKA
Roy hlakkar til að hitta vin sinn

,,Ég hef þekkt Gerard í áraraðir eða allt frá því ég fór til Sviss árið 1990. Við höfum því verið vinir í 20 ár og höfum unnið mikið saman í Evrópu á vegum tæknihóps Knattspyrnusambands Evrópu. Eins höfum við starfað saman hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu."
,,Mér finnst mjög gaman að hann sé kominn aftur í ensku knattspyrnuna og ég er viss um að hann fær góðar viðtökur þegar hann kemur á Anfield. Fólk kann vel að meta störf hans hérna þegar hann var framkvæmdastjóri Liverpool."
Roy Hodgson og Gerard Houllier sátu saman á varamannabekknum á Anfield í haust þegar Liverpool og Everton mættust í ágóðaleik Jamie Carragher. Gerard fékk boð á leikinn og bað Roy um að fá að sitja með honum á bekknum. Það var auðsótt mál. Þeir verða ekki alveg eins nærri hvor öðrum í kvöld en víst á eftir að fara vel á með þeim.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan