Mark spáir í spilin
Liverpool v Aston Villa
Aston Villa hefur tekist vel upp í skyndisóknum og þeir Ashley Young, Stewart Downing og Gabriel Agbonlahor hafa allir spilað vel upp á síðkastið en vörnin er ekki vel stemmd um þessar mundir. Richard Dunne og James Collins voru mjög traustir á síðustu leiktíð en það er ekki lengur svo og markmaðurinn Brad Friedel heftur átt í erfiðleikum síðustu vikurnar.
Liverpool mun reyna að færa sér þetta í nyt en ég er viss um að stuðningsmen liðsins eiga eftir að taka vel á móti fyrrum stjóra sínum Gerard Houllier sem snýr aftur til Anfield. Mér finnst líklegt að þeir Rauðu eigi efttir að enda fyrir ofan Aston Villa í lok leiktíðar en bæði lið verða neðar en þau hafa verið á síðustu sparktíðum.
Spá: 2:1.
Til minnis!
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.
- David Ngog hefur skorað sjö mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.
- Hann hefur verið markahæsti leikmaður Liverpool frá fyrsta leik leiktíðar í júlí.
- David hefur á hinn bóginn ekki skoraði deildarmark frá því í ágúst í fyrstu umferð deildarinnar.
- Gerard Houllier snýr aftur til Anfield sem framkvæmdastjóri Aston Villa.
- Gerard var framkvæmdastjóri Liverpool frá 1998 til 2004.
Síðast!
Allt gekk á afturfótunum í þessum leik og Aston Villa vann fágætan sigur á Anfield Road. Fernando Torres skoraði fyrir Liverpool en gestirnir skoruðu þrívegis. Þetta var þriðji leikur Liverpool á keppnistímabilinu og annað tapið. Brestir sáust í leik Liverpool sem áttu eftir að ágerast.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum