| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það verða ekki bara leikmenn Liverpool og Aston Villa sem verða í sviðsljósinu á Anfield Road á morgun. Góðan gest ber að garði og hann mun næsta víst fá höfðinglegar viðtökur á gamla heimavelli sínum. Gesturinn er Gerard Houllier sem nú er framkvæmdastjóri Aston Villa. Hann sat áður í því sæti sem Roy Hodgson situr í um þessar mundir. Margir stuðningsmenn Liverpool voru sáttir þegar Gerard yfirgaf Liverpool og fannst tími til kominn. En nú sex árum síðar er hann auðfúsugestur á Anfield. Hann lagði sig allan í starfið og litlu mátti muna að hann fórnaði lífi sínu fyrir málstað Liverpool. Við vonum samt að það verði vinur hans Roy Hodgson sem fagni í leikslok! 

                                                                     Liverpool v Aston Villa

Aston Villa hefur tekist vel upp í skyndisóknum og þeir Ashley Young, Stewart Downing og Gabriel Agbonlahor hafa allir spilað vel upp á síðkastið en vörnin er ekki vel stemmd um þessar mundir. Richard Dunne og James Collins voru mjög traustir á síðustu leiktíð en það er ekki lengur svo og markmaðurinn Brad Friedel heftur átt í erfiðleikum síðustu vikurnar. 

Liverpool mun reyna að færa sér þetta í nyt en ég er viss um að stuðningsmen liðsins eiga eftir að taka vel á móti fyrrum stjóra sínum Gerard Houllier sem snýr aftur til Anfield. Mér finnst líklegt að þeir Rauðu eigi efttir að enda fyrir ofan Aston Villa í lok leiktíðar en bæði lið verða neðar en þau hafa verið á síðustu sparktíðum. 

Spá: 2:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.

- David Ngog hefur skorað sjö mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.

- Hann hefur verið markahæsti leikmaður Liverpool frá fyrsta leik leiktíðar í júlí. 

- David hefur á hinn bóginn ekki skoraði deildarmark frá því í ágúst í fyrstu umferð deildarinnar.

- Gerard Houllier snýr aftur til Anfield sem framkvæmdastjóri Aston Villa.

- Gerard var framkvæmdastjóri Liverpool frá 1998 til 2004.

                                                                                       Síðast!



Allt gekk á afturfótunum í þessum leik og Aston Villa vann fágætan sigur á Anfield Road. Fernando Torres skoraði fyrir Liverpool en gestirnir skoruðu þrívegis. Þetta var þriðji leikur Liverpool á keppnistímabilinu og annað tapið. Brestir sáust í leik Liverpool sem áttu eftir að ágerast. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan