| Grétar Magnússon

Hópurinn fyrir Evrópuleikinn

Hér má sjá hvaða 19 leikmenn eru í hópnum fyrir útileikinn gegn Steaua Búkarest.  Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst kl. 18:00.

Joe Cole er í leikmannahópnum eins og búist var við.  Hann hefur ekki spilað síðan í útileiknum gegn Bolton þann 31. október.

Fernando Torres fær að hvíla sig heima ásamt Dirk Kuyt, Glen Johnson og Paul Konchesky.  Athygli vekur að hægri bakvörðurinn John Flanagan er í hópnum í fyrsta sinn og Daniel Pacheco kemur inn að nýju eftir góða frammistöðu með varaliðinu að undanförnu.

Martin Skrtel spilar líklega sinn 100. leik fyrir félagið en hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Pepe Reina, Brad Jones, Martin Hansen, Fabio Aurelio, Joe Cole, Milan Jovanovic, Sotirios Kyrgiakos, Ryan Babel, Lucas, Danny Wilson, Christian Poulsen, Jonjo Shelvey, Martin Skrtel, Daniel Pacheco, David Ngog, Martin Kelly, Nathan Eccleston, John Flanagan og Jack Robinson.

Roy Hodgson hefur staðfest að ungliðarnir Martin Kelly og Danny Wilson verði í byrjunarliðinu.

Hér eru myndir frá æfingu Liverpool í Búkarest af Liverpoolfc.tv. Frost var hátt í tíu stig þegar æfingarnar fóru fram eins og vel má sjá á leikmönnunum sem voru kappklæddir á æfingunni.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan