| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Gerrard kennir sér um jafnteflið
Steven Gerrard stígur fram sem sannur fyrirliði eftir jafnteflið gegn Wigan á miðvikudagskvöldið og segir að menn ættu að kenna sér um hvernig fór. Hann segist jafnframt lofa því að frammistaðan verði betri gegn Stoke.
Gerrard var einn af betri mönnum liðsins í leiknum en reyndar þurfti ekki mikið til þar sem allt liðið virtist spila illa. Hann átti sendinguna sem skapaði markið sem Fernando Torres skoraði snemma leiks en sjálfur hefði hann getað skorað í leiknum er hann fór illa með ágætt skotfæri í fyrri hálfleik og seint í þeim síðari þrumaði hann í þverslána eftir að vera kominn einn gegn markverði Wigan.
Gerrard kennir sér um jöfnunarmark Wigan er hann reyndi að spila einnar snertingar bolta við Paul Konchesky sem heppnaðist ekki betur en svo að Wigan menn náðu boltanum og skoruðu í kjölfarið.
,,Ég reyndi að spila boltanum til Konchesky og ef það hefði tekist þá hefðum við verið í góðri stöðu," útskýrði Gerrard. ,,Maður býst ekki við því að það komi mark í hvert skipti sem við missum boltann en þegar það gerist þá verður maður að taka ábyrgð á gjörðum sínum."
,,Þegar ég komst svo einn í gegn skaut ég boltanum kannski aðeins of fast en ég hefði átt að skora - ég bjóst við því. Þar sem við náðum ekki sigri í leiknum má því benda á mig í því samhengi. Frammistaða okkar var ekki góð og líklega má kenna því um að við eyddum mikilli orku í Chelsea leikinn og oft gerist það þegar maður spilar leiki með aðeins 72 klukkustuna millibili."
,,En fyrir utan þetta þá er ég ánægður með spilamennsku mína. Eftir stórkostlegan sigur gegn Chelsea og að hafa komist 1-0 yfir gegn Wigan, þá skiljum við auðvitað vel að fólk sé ekki mjög ánægt með jafnteflið."
,,En við erum ennþá taplausir í síðustu leikjum, Fernando skoraði aftur mark og það eru jákvæðir punktar í þessu. Leikurinn gegn Stoke verður erfiður en við verðum að standa upp og berjast, standa saman og ef við náum sigri, þá væru það frábær úrslit. Við verðum tilbúnir í verkefnið."
Gerrard var einn af betri mönnum liðsins í leiknum en reyndar þurfti ekki mikið til þar sem allt liðið virtist spila illa. Hann átti sendinguna sem skapaði markið sem Fernando Torres skoraði snemma leiks en sjálfur hefði hann getað skorað í leiknum er hann fór illa með ágætt skotfæri í fyrri hálfleik og seint í þeim síðari þrumaði hann í þverslána eftir að vera kominn einn gegn markverði Wigan.
Gerrard kennir sér um jöfnunarmark Wigan er hann reyndi að spila einnar snertingar bolta við Paul Konchesky sem heppnaðist ekki betur en svo að Wigan menn náðu boltanum og skoruðu í kjölfarið.
,,Ég reyndi að spila boltanum til Konchesky og ef það hefði tekist þá hefðum við verið í góðri stöðu," útskýrði Gerrard. ,,Maður býst ekki við því að það komi mark í hvert skipti sem við missum boltann en þegar það gerist þá verður maður að taka ábyrgð á gjörðum sínum."
,,Þegar ég komst svo einn í gegn skaut ég boltanum kannski aðeins of fast en ég hefði átt að skora - ég bjóst við því. Þar sem við náðum ekki sigri í leiknum má því benda á mig í því samhengi. Frammistaða okkar var ekki góð og líklega má kenna því um að við eyddum mikilli orku í Chelsea leikinn og oft gerist það þegar maður spilar leiki með aðeins 72 klukkustuna millibili."
,,En fyrir utan þetta þá er ég ánægður með spilamennsku mína. Eftir stórkostlegan sigur gegn Chelsea og að hafa komist 1-0 yfir gegn Wigan, þá skiljum við auðvitað vel að fólk sé ekki mjög ánægt með jafnteflið."
,,En við erum ennþá taplausir í síðustu leikjum, Fernando skoraði aftur mark og það eru jákvæðir punktar í þessu. Leikurinn gegn Stoke verður erfiður en við verðum að standa upp og berjast, standa saman og ef við náum sigri, þá væru það frábær úrslit. Við verðum tilbúnir í verkefnið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan