| Sf. Gutt
Roy Hodgson hafði þetta að segja um fjarveru þeirra Steven og Fernando. ,,Það er allt í besta lagi með þá og ef ég hefði beðið þá um að spila þá hefðu þeir verið tilbúnir til þess. Í sambandi við þá Steven Gerrard og Fernando Torres þá eigum við mikilvægan deildarleik fyrir höndum á sunnudaginn."
Raul komst þokkalega frá leiknum við Everton en hinir allir voru slakir. Það er vonandi að hvíldin geri þessum fjórum gott og ekki mun af veita að þeir nái kröftum og ekki síður áttum.
All nokkuð er af ungliðum í liðshópi Liverpool eins og vonandi fá einhverjir þeirra að sýna hvað í þeim býr. Líklega vona margir að einhverjir þeirra fái líka tækifæri á sunnudaginn kemur.
Hér má sjá liðshópinn, sem fór til Napólí, í heild sinni.
Liverpool: Reina, Jones, Hansen, Konchesky, Aurelio, Kyrgiakos, Skrtel, Wilson, Carragher, Kelly, Spearing, Poulsen, Shelvey, Maxi, Babel, Jovanovic, Pacheco, Eccleston, Cole og Ngog.
Þess má geta að forsprakki hljómsveitarinnar Iron Maiden, Bruce Dickinson, var flugstjóri í flugi Liverpool til Ítalíu.
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.tv, frá æfingu Liverpool í Napólí í kvöld.
TIL BAKA
Steven og Fernando hafðir heima
Roy Hodgson hafði þetta að segja um fjarveru þeirra Steven og Fernando. ,,Það er allt í besta lagi með þá og ef ég hefði beðið þá um að spila þá hefðu þeir verið tilbúnir til þess. Í sambandi við þá Steven Gerrard og Fernando Torres þá eigum við mikilvægan deildarleik fyrir höndum á sunnudaginn."
Raul komst þokkalega frá leiknum við Everton en hinir allir voru slakir. Það er vonandi að hvíldin geri þessum fjórum gott og ekki mun af veita að þeir nái kröftum og ekki síður áttum.
All nokkuð er af ungliðum í liðshópi Liverpool eins og vonandi fá einhverjir þeirra að sýna hvað í þeim býr. Líklega vona margir að einhverjir þeirra fái líka tækifæri á sunnudaginn kemur.
Hér má sjá liðshópinn, sem fór til Napólí, í heild sinni.
Liverpool: Reina, Jones, Hansen, Konchesky, Aurelio, Kyrgiakos, Skrtel, Wilson, Carragher, Kelly, Spearing, Poulsen, Shelvey, Maxi, Babel, Jovanovic, Pacheco, Eccleston, Cole og Ngog.
Þess má geta að forsprakki hljómsveitarinnar Iron Maiden, Bruce Dickinson, var flugstjóri í flugi Liverpool til Ítalíu.
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.tv, frá æfingu Liverpool í Napólí í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!
Fréttageymslan