| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven og Fernando hafðir heima
Roy Hodgson ákvað að skilja þá Steven Gerrard og Fernando Torres eftir heima þegar Liverpool hélt til Ítalíu fyrr í dag. Þeir munu því hvíla sig og safna kröftum fyrir leik Liverpool og Blackburn á sunnudaginn. Að auki voru þeir Raul Meireles og Lucas Leiva líka hafðir heima. Þeir Glen Johnson og Daniel Agger eru líka heima í Liverpool en ástæða þess er sú að þeir eru meiddir.
Roy Hodgson hafði þetta að segja um fjarveru þeirra Steven og Fernando. ,,Það er allt í besta lagi með þá og ef ég hefði beðið þá um að spila þá hefðu þeir verið tilbúnir til þess. Í sambandi við þá Steven Gerrard og Fernando Torres þá eigum við mikilvægan deildarleik fyrir höndum á sunnudaginn."
Raul komst þokkalega frá leiknum við Everton en hinir allir voru slakir. Það er vonandi að hvíldin geri þessum fjórum gott og ekki mun af veita að þeir nái kröftum og ekki síður áttum.
All nokkuð er af ungliðum í liðshópi Liverpool eins og vonandi fá einhverjir þeirra að sýna hvað í þeim býr. Líklega vona margir að einhverjir þeirra fái líka tækifæri á sunnudaginn kemur.
Hér má sjá liðshópinn, sem fór til Napólí, í heild sinni.
Liverpool: Reina, Jones, Hansen, Konchesky, Aurelio, Kyrgiakos, Skrtel, Wilson, Carragher, Kelly, Spearing, Poulsen, Shelvey, Maxi, Babel, Jovanovic, Pacheco, Eccleston, Cole og Ngog.
Þess má geta að forsprakki hljómsveitarinnar Iron Maiden, Bruce Dickinson, var flugstjóri í flugi Liverpool til Ítalíu.
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.tv, frá æfingu Liverpool í Napólí í kvöld.
Roy Hodgson hafði þetta að segja um fjarveru þeirra Steven og Fernando. ,,Það er allt í besta lagi með þá og ef ég hefði beðið þá um að spila þá hefðu þeir verið tilbúnir til þess. Í sambandi við þá Steven Gerrard og Fernando Torres þá eigum við mikilvægan deildarleik fyrir höndum á sunnudaginn."
Raul komst þokkalega frá leiknum við Everton en hinir allir voru slakir. Það er vonandi að hvíldin geri þessum fjórum gott og ekki mun af veita að þeir nái kröftum og ekki síður áttum.
All nokkuð er af ungliðum í liðshópi Liverpool eins og vonandi fá einhverjir þeirra að sýna hvað í þeim býr. Líklega vona margir að einhverjir þeirra fái líka tækifæri á sunnudaginn kemur.
Hér má sjá liðshópinn, sem fór til Napólí, í heild sinni.
Liverpool: Reina, Jones, Hansen, Konchesky, Aurelio, Kyrgiakos, Skrtel, Wilson, Carragher, Kelly, Spearing, Poulsen, Shelvey, Maxi, Babel, Jovanovic, Pacheco, Eccleston, Cole og Ngog.
Þess má geta að forsprakki hljómsveitarinnar Iron Maiden, Bruce Dickinson, var flugstjóri í flugi Liverpool til Ítalíu.
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.tv, frá æfingu Liverpool í Napólí í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan