| Sf. Gutt
Óttist eigi! Danny Murphy, leikmaður Fulham, efast ekki um að Roy Hodgson muni ná árangri hjá gamla liðinu sínu í Liverpool. Hann segir, á Liverpoolfc.tv, það bara spurningu um tíma að vinna Roy fari að skila árangri.
,,Það gerist ekki á einni nóttu að hugmyndir hans um leikaðferðir og aga skili sér. Það verður ekki undan því vikist að töpin gegn Blackpool og Northampton voru algerlega óásættanleg. Það er þó ekki svo að allt sé í rúst. Í deildinni munar aðeins fimm stigum á þriðja neðsta liðinu og því fjórða. Það er mikið eftir enn."
Danny Murphy hefur einföld og ákveðin skilaboð til okkar stuðningsmanna Liverpool.
,,Sýnið þolinmæði því það eru góðir leikmenn í liðinu. Gefið Roy svolítinn tíma og sjáum svo til um jól. Þá verða allir ánægðari."
Ferill Danny Murphy var á niðurleið þegar Roy Hodgson kom til Fulham. Undir stjórn hans fór Danny að spila vel á nýjan leik og hann hefur því mjög góða reynslu af störfum Roy Hodgson. Hroðaleg byrjun Liverpool á leiktíðinni hefur sett Roy Hodgson í erfiða stöðu og nú standa öll spjót á honum en eftir því sem Danny segir þá er von á góðu!
Í ljósi þess sem Danny Murphy hefur hér að segja þá er áhugavert að rifja upp hvað hann hafði að segja þegar Roy Hodgson tók við stjórn Liverpool í sumar. Hér má lesa það.
TIL BAKA
Óttist eigi!

,,Það gerist ekki á einni nóttu að hugmyndir hans um leikaðferðir og aga skili sér. Það verður ekki undan því vikist að töpin gegn Blackpool og Northampton voru algerlega óásættanleg. Það er þó ekki svo að allt sé í rúst. Í deildinni munar aðeins fimm stigum á þriðja neðsta liðinu og því fjórða. Það er mikið eftir enn."
Danny Murphy hefur einföld og ákveðin skilaboð til okkar stuðningsmanna Liverpool.
,,Sýnið þolinmæði því það eru góðir leikmenn í liðinu. Gefið Roy svolítinn tíma og sjáum svo til um jól. Þá verða allir ánægðari."
Ferill Danny Murphy var á niðurleið þegar Roy Hodgson kom til Fulham. Undir stjórn hans fór Danny að spila vel á nýjan leik og hann hefur því mjög góða reynslu af störfum Roy Hodgson. Hroðaleg byrjun Liverpool á leiktíðinni hefur sett Roy Hodgson í erfiða stöðu og nú standa öll spjót á honum en eftir því sem Danny segir þá er von á góðu!
Í ljósi þess sem Danny Murphy hefur hér að segja þá er áhugavert að rifja upp hvað hann hafði að segja þegar Roy Hodgson tók við stjórn Liverpool í sumar. Hér má lesa það.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Vonlaust mál! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan