| Sf. Gutt
Roy Hodgson hefur boðað miklar breytingar á liði Liverpool fyrir Deildarbikarleik kvöldsins gegn Northampton Town. Hann upplýsti í gær um tvo leikmenn sem spila í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
,,Danny Wilson mun spila á miðvikudagskvöldið. Soto Kyrgiakos og Daniel Agger verða miðverðir og Danny spilar í stöðu vinstri bakvarðar. Hann kom hingað sem miðvörður en hann getur vel spilað sem bakvörður eins og okkur finnst að Martin Kelly geti gert. Hann er mjög efnilegur leikmaður og fer vel með bolta. Brad Jones hefur spilað með landsliði Ástrala og marga leiki með Middlesbrough. Ég efast ekki um að hann mun standa sig."
Það verður nokkuð söguleg stund þegar Danny Wilson spilar sinn fyrsta leik með Liverpool en Skoti hefur ekki leikið með liðinu frá því Gary McAllister kvaddi árið 2002!
Þó svo að Roy ætli sér að gera miklar breytingar frá síðasta leik þá vill hann að Liverpool komist sem lengst í þessari keppni. ,,Á hinn bóginn þá er þetta keppni sem ég tek mjög alvarlega og ég vil að við náum að komast langt í henni. Okkur er ekki sama um þessa keppni."
Liverpool hefur unnið Deildarbikarinn sjö sinnum en á síðustu árum hefur liðið ekki komist langt í henni. Það væri góð tilbreyting að ná góðri rispu og vinna hana á þessari leiktíð.
TIL BAKA
Miklar breytingar í kvöld
Roy Hodgson hefur boðað miklar breytingar á liði Liverpool fyrir Deildarbikarleik kvöldsins gegn Northampton Town. Hann upplýsti í gær um tvo leikmenn sem spila í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool. ,,Danny Wilson mun spila á miðvikudagskvöldið. Soto Kyrgiakos og Daniel Agger verða miðverðir og Danny spilar í stöðu vinstri bakvarðar. Hann kom hingað sem miðvörður en hann getur vel spilað sem bakvörður eins og okkur finnst að Martin Kelly geti gert. Hann er mjög efnilegur leikmaður og fer vel með bolta. Brad Jones hefur spilað með landsliði Ástrala og marga leiki með Middlesbrough. Ég efast ekki um að hann mun standa sig."
Það verður nokkuð söguleg stund þegar Danny Wilson spilar sinn fyrsta leik með Liverpool en Skoti hefur ekki leikið með liðinu frá því Gary McAllister kvaddi árið 2002!
Þó svo að Roy ætli sér að gera miklar breytingar frá síðasta leik þá vill hann að Liverpool komist sem lengst í þessari keppni. ,,Á hinn bóginn þá er þetta keppni sem ég tek mjög alvarlega og ég vil að við náum að komast langt í henni. Okkur er ekki sama um þessa keppni."
Liverpool hefur unnið Deildarbikarinn sjö sinnum en á síðustu árum hefur liðið ekki komist langt í henni. Það væri góð tilbreyting að ná góðri rispu og vinna hana á þessari leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur
Fréttageymslan

