| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap á Old Trafford
Liverpool mátti sætta sig við 3-2 tap gegn erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford, þrátt fyrir hetjulega baráttu í síðari hálfleik.
Það var mikil spenna í loftinu fyrir leikinn, eins og venjulega þegar þessi mestu stórveldi enska boltans eigast við. Alex Ferguson hafði farið mikinn í fjölmiðlum fyrir leikinn og meðal annars eytt drjúgum tíma á fréttamannafundum í að rakka Rafa Benítez niður. Roy Hodgson hafði sig ekki jafn mikið frammi og félagi hans, enda annálaður séntilmaður.
Liverpool stillti upp nokkuð vænlegu byrjunarliði, með þá Raúl Meireles og Christian Poulsen inni á miðjunni og Maxi Rodriguez og Joe Cole á köntunum, en Cole spilaði nú sinn fyrsta heila Úrvalsdeildarleik með Liverpool.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og greinilegt að spennan í leikmönnum var mikil. Mikið var um feilsendingar, sérstaklega hjá okkar mönnum, og lítið um opin færi.
Heimamenn í Manchester United voru þó heldur sprækari framan af og áttu til að mynda tvö horn með tveggja mínútna millibili, á þeirri 5. og 7. Ekkert varð reyndar úr þeim sem betur fer. Þrátt fyrir nær látlausa sókn heimamanna leit fyrsta eiginlega færi leiksins þó ekki dagsins ljós fyrr en á 16. mínútu, en þá tókst Nani á óskiljanlegan hátt að skjóta langt fram hjá marki okkar manna þar sem hann stóð einn og óvaldaður á markteigshorninu. Þar skall hurð nærri hælum og ljóst að okkar menn yrðu að taka sig á ef ekki ætti illa að fara.
Það er til marks um sóknarþunga Liverpool að á 18. mínútu komst liðið í fyrsta sinn inn í vítateig heimamanna. Þar var Raúl Meireles á ferð, en hafði eiginlega hvorki heppnina né boltann með sér!
Fyrsta horn okkar manna kom á 25. mínútu, en ekkert varð úr því frekar en öðrum sóknaraðgerðum okkar manna í hálfleiknum. Okkar menn áttu satt að segja í stökustu vandræðum í sóknrleiknum. Ótrúlega margar einfaldar sendingar misfórust og sóknarleikur liðsins var allt of hægur og þunglamalegur. Varla er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið mikið skárri því okkar menn voru oft í heilmiklum vandræðum með sóknarmenn United. Sérstaklega olli Nani vinstri bakverðinum Paul Konchesky vandræðum, en hann skildi Konchesky hvað eftir annað eftir með sárt ennið á hægri kantinum.
Á 42. mínútu kom svo loks markið sem hafði legið í loftinu um allnokkurt skeið. Ryan Giggs tók þá horn frá vinstri, sendi beint á kollinn á Dimitar Berbatov, sem af einhverjum ástæðum var dekkaður af Fernando Torres. Búlgarinn átti ekki í nokkrum vandræðum með að hrista Spánverjann af sér, enda dró Torres sig einfaldlega í hlé þegar boltinn nálgaðist, og hamraði boltann í vinstra hornið. Staðan 1-0 fyrir heimamenn.
Tveimur mínútum síðar heimtuðu heimamenn víti þegar Wayne Rooney skaut í höndina á Jamie Carragher. Howard Webb, ágætur dómari leiksins, sá þó enga ástæðu til að fluata. Sem betur fer. Í endursýningu sást reyndar að Carragher var rétt fyrir utan teiginn þannig að víti hefði tæplega verið réttur dómur, en boltinn fór vissulega í hönd Carra. Því er ekki hægt að mótmæla.
Einungis einni mínútu var bætt við tíðindalítinn fyrri hálfleikinn og okkar menn héldu til búningsklefanna með eitt mark á bakinu og ekki síður með það á samviskunni að hafa hreinlega spilað illa mest allan hálfleikinn.
Ekki var að sjá á okkar mönnum í upphafi síðari hálfleiks að Roy Hodgson hefði blásið þeim kjark í brjóst. Sóknaraðgerðirnar voru áfram hægarog ómarkvissar og vandræðagangurinn var litlu minni í vörninni. Heimamenn komu hinsvegar afar ákveðnir til leiks eftir hlé og voru talsvert sprækari en gestirnir frá Bítlaborginni.
Á 49. mínútu átti Nani ágætis skot sem vörnin náði að verjast. Þremur mínútum síðar mátti síðan engu muna að Berbatov kæmist í dauðafæri þegar skot Darren Fletchers fór af varnarmanni og beint fyrir fætur Búlgarans sem stóð einn í miðjum vítateig okkar manna. Sem betur fór var Reina vel á verði í markinu og náði að hirða boltann af tánum á Berbatov.
Mínútu síðar kom fyrsta færi okkar manna í seinni hálfleik, en þá skallaði Fernando Torres yfir úr hálffæri. Torres heimtaði reyndar horn sem hann ekki fékk. Vildi meina að boltinn hefði farið af John O´Shea og aftur fyrir.
Á 57. mínútu var Nani enn og afturá ferð. Nú átti hann þrumuskot fyrir utan teig sem söng í stönginni á Liverpool markinu. Þar voru okkar menn stálheppnir því Reina var víðs fjarri og hefði ekki átt möguleika á að ná til boltans.
Á þessum tímapunkti var komið mun meira líf í leikinn en í fyrri hálfleik og leikurinn var loks farinn að minna á fyrri leiki þessara gömlu stórvelda og erkifjenda. Til marks um það leit fyrsta gula spjald leiksins einmitt ljós um þetta leyti leiksins, en það fékk Wayne Rooney fyrir að brjóta á Fernando Torres.
Á 59. mínútu kom síðan reiðarslagið. Eftir fremur hættulitla sókn heimamanna sendi Nani boltann fyrir markið. Berbatov, sem sneri baki í markið, fékk nægan tíma til að baka boltann niður og taka undarlega bakfallsspyrnu frá vítapunktinum. Það skipti engum togum að boltinn fór í slána og inn, fram hjá furðu lostnum Pepe Reina í Liverpool markinu. Ótrúlegt mark! Staðan orðin 2-0 og útlitið ansi dökkt hjá okkar mönnum.
En þá hófst þáttur Steven Gerrard. Hann var kominn í gamla gírinn örlitlu fyrr í leiknum. Lá orðið aftarlega á miðjunni, lét Manchester menn finna fyrir sér og rak sína menn áfram eins og sönnum fyrirliða sæmir. Á 63. mínútu minnkaði hann muninn úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Johnny Evans felldi Fernando Torres inn í teig. Staðan orðin 1-2 og skyndilega eygðu okkar menn von á ný.
Einungis sex mínútum síðar var fyrirliðinn svo aftur á ferðinni með glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Aftur voru varnarmenn Manchester liðsins í vandræðum með Fernando Torres. Að þessu sinni var það John O´Shea sem neyddist til að taka Spánverjann niður rétt fyrir utan teig. O´Shea var aftasti varnarmaður þegar brotið átti sér stað, en Howard Webb lét þó nægja að sýna honum gult spjald. Gerrard skaut laumulega í gegnum smugu á veggnum og staðan sem virtist vonlaus nokkrum mínútum áður var nú orðin býsna vænleg. 2-2 og 20 mínútur eftir.
Krafturinn í Liverpool liðinu var orðinn allur annar og heimamenn virtust vera að gefa eftir. David NGog, sem kom inn á 62, mínútu hafði hleypt miklu lífi í sóknarleikinn og Steven Gerrard var út um allan völl. Þá tók Cole skemmtilega spretti og sýndi hvers má vænta af honum í vetur.
Einungis tveimur mínútum eftir að Liverpool hafði jafnað leikinn var Raúl Meirels hársbreidd frá því að ná til knattarins í teignum, eftir langa sendingu frá Christian Poulsen. Nokkrum mínútum síðar komst NGog í ágætt færi fyrir utan teig, en þrumaði hátt yfir.
Þegar sex mínútur voru til leiksloka gerði Dimitar Berbatov síðan út um leikinn. John O´Shea, sem með réttu hefði líklega átt að vera farinn út af með rautt spjald átti þá góða sendingu fyrir markið beint á Búlgarann sem fullkomnaði þrennu sina í leiknum með góðum skalla af fimm metra færi.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts en heimamenn réðu vel við að verjast okkar mönnum. Niðurstaðan var því súrt tap á Old Trafford í afskaplega kaflaskiptum leik. Fyrri hálfleikurinn fer líklega nálægt því að vera sá daufasti í viðureignum þessara liða frá upphafi, en sá síðari var bráðfjörugur.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky (Agger 82. mínútu), Meireles (Jovanovic 79. mínútu), Poulsen, Rodriguez (NGog 62. mínútu), Cole, Gerrard og Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Babel, Lucas og Kyrgiakos.
Mörk: Steven Gerrard á 64. og 70. mínútu.
Gult spjald: David NGog
Manchester United: Van der Sar, O´Shea, Evans, Vidic, Evra, Scholes, Giggs (Macheda 82. mínútu), Nani (Anderson 88. mínútu), Fletcher, Berbatov (Gibson 88. mínútu) og Rooney. Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Brown, Owen, Smalling.
Mörk: Dimitar Berbatov á 42., 59. og 84. mínútu.
Gul spjöld: John O'Shea, Paul Scholes, Johnny Evans, Wayne Rooney.
Áhorfendur á Old Trafford: 75,213.
Maður leiksins: Maður leiksins hjá okkar mönnum verður að teljast fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir dapran fyrri hálfleik reis hann upp, eins og svo oft áður, og reif sína menn áfram. Hann skoraði síðan tvö mörk með stuttu millibili auk þess að fara mikinn í varnarleiknum.
Roy Hodgson: Þetta var svekkjandi. Við gátum lítið gert við fyrr mörkunum tveimur, en það var grátlegt að við skyldum ekki vera betur vakandi þegar þriðja markið kom. Eftir að hafa jafnað leikinn með hetjulegri baráttu var súrt að missa leikinn úr höndunum með sofandahætti í vörninni.
Fróðleikur.
- Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hafa liðin nú mæst 30 sinnum. Þetta var 20. sigur Manchester United, en Liverpool hefur unnið 10 sinnum.
- Þrenna Berbatovs var fyrsta þrenna Manchester United leikmanns í viðureignum liðanna frá því að Stan Pearson skoraði þrennu fyrir Man U. árið 1946. Þess má geta að fyrsti leikur Berbatov í búningi Manchester United var einmitt gegn Liverpool, á Anfield í september 2008.
- Síðasti Liverpool maðurinn til að skora þrennu gegn Man U. var Peter Beardsley, en hann skoraði þrennu í viðuregn liðanna í september 1990.
- Á 115 árum hefur Liverpool einungis 15 sinnum farið með sigur af hólmi á OldTrafford.
Hér eru myndir úr leiknum af heimasíðu félagsins.
Það var mikil spenna í loftinu fyrir leikinn, eins og venjulega þegar þessi mestu stórveldi enska boltans eigast við. Alex Ferguson hafði farið mikinn í fjölmiðlum fyrir leikinn og meðal annars eytt drjúgum tíma á fréttamannafundum í að rakka Rafa Benítez niður. Roy Hodgson hafði sig ekki jafn mikið frammi og félagi hans, enda annálaður séntilmaður.
Liverpool stillti upp nokkuð vænlegu byrjunarliði, með þá Raúl Meireles og Christian Poulsen inni á miðjunni og Maxi Rodriguez og Joe Cole á köntunum, en Cole spilaði nú sinn fyrsta heila Úrvalsdeildarleik með Liverpool.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og greinilegt að spennan í leikmönnum var mikil. Mikið var um feilsendingar, sérstaklega hjá okkar mönnum, og lítið um opin færi.
Heimamenn í Manchester United voru þó heldur sprækari framan af og áttu til að mynda tvö horn með tveggja mínútna millibili, á þeirri 5. og 7. Ekkert varð reyndar úr þeim sem betur fer. Þrátt fyrir nær látlausa sókn heimamanna leit fyrsta eiginlega færi leiksins þó ekki dagsins ljós fyrr en á 16. mínútu, en þá tókst Nani á óskiljanlegan hátt að skjóta langt fram hjá marki okkar manna þar sem hann stóð einn og óvaldaður á markteigshorninu. Þar skall hurð nærri hælum og ljóst að okkar menn yrðu að taka sig á ef ekki ætti illa að fara.
Það er til marks um sóknarþunga Liverpool að á 18. mínútu komst liðið í fyrsta sinn inn í vítateig heimamanna. Þar var Raúl Meireles á ferð, en hafði eiginlega hvorki heppnina né boltann með sér!
Fyrsta horn okkar manna kom á 25. mínútu, en ekkert varð úr því frekar en öðrum sóknaraðgerðum okkar manna í hálfleiknum. Okkar menn áttu satt að segja í stökustu vandræðum í sóknrleiknum. Ótrúlega margar einfaldar sendingar misfórust og sóknarleikur liðsins var allt of hægur og þunglamalegur. Varla er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið mikið skárri því okkar menn voru oft í heilmiklum vandræðum með sóknarmenn United. Sérstaklega olli Nani vinstri bakverðinum Paul Konchesky vandræðum, en hann skildi Konchesky hvað eftir annað eftir með sárt ennið á hægri kantinum.
Á 42. mínútu kom svo loks markið sem hafði legið í loftinu um allnokkurt skeið. Ryan Giggs tók þá horn frá vinstri, sendi beint á kollinn á Dimitar Berbatov, sem af einhverjum ástæðum var dekkaður af Fernando Torres. Búlgarinn átti ekki í nokkrum vandræðum með að hrista Spánverjann af sér, enda dró Torres sig einfaldlega í hlé þegar boltinn nálgaðist, og hamraði boltann í vinstra hornið. Staðan 1-0 fyrir heimamenn.
Tveimur mínútum síðar heimtuðu heimamenn víti þegar Wayne Rooney skaut í höndina á Jamie Carragher. Howard Webb, ágætur dómari leiksins, sá þó enga ástæðu til að fluata. Sem betur fer. Í endursýningu sást reyndar að Carragher var rétt fyrir utan teiginn þannig að víti hefði tæplega verið réttur dómur, en boltinn fór vissulega í hönd Carra. Því er ekki hægt að mótmæla.
Einungis einni mínútu var bætt við tíðindalítinn fyrri hálfleikinn og okkar menn héldu til búningsklefanna með eitt mark á bakinu og ekki síður með það á samviskunni að hafa hreinlega spilað illa mest allan hálfleikinn.
Ekki var að sjá á okkar mönnum í upphafi síðari hálfleiks að Roy Hodgson hefði blásið þeim kjark í brjóst. Sóknaraðgerðirnar voru áfram hægarog ómarkvissar og vandræðagangurinn var litlu minni í vörninni. Heimamenn komu hinsvegar afar ákveðnir til leiks eftir hlé og voru talsvert sprækari en gestirnir frá Bítlaborginni.
Á 49. mínútu átti Nani ágætis skot sem vörnin náði að verjast. Þremur mínútum síðar mátti síðan engu muna að Berbatov kæmist í dauðafæri þegar skot Darren Fletchers fór af varnarmanni og beint fyrir fætur Búlgarans sem stóð einn í miðjum vítateig okkar manna. Sem betur fór var Reina vel á verði í markinu og náði að hirða boltann af tánum á Berbatov.
Mínútu síðar kom fyrsta færi okkar manna í seinni hálfleik, en þá skallaði Fernando Torres yfir úr hálffæri. Torres heimtaði reyndar horn sem hann ekki fékk. Vildi meina að boltinn hefði farið af John O´Shea og aftur fyrir.
Á 57. mínútu var Nani enn og afturá ferð. Nú átti hann þrumuskot fyrir utan teig sem söng í stönginni á Liverpool markinu. Þar voru okkar menn stálheppnir því Reina var víðs fjarri og hefði ekki átt möguleika á að ná til boltans.
Á þessum tímapunkti var komið mun meira líf í leikinn en í fyrri hálfleik og leikurinn var loks farinn að minna á fyrri leiki þessara gömlu stórvelda og erkifjenda. Til marks um það leit fyrsta gula spjald leiksins einmitt ljós um þetta leyti leiksins, en það fékk Wayne Rooney fyrir að brjóta á Fernando Torres.
Á 59. mínútu kom síðan reiðarslagið. Eftir fremur hættulitla sókn heimamanna sendi Nani boltann fyrir markið. Berbatov, sem sneri baki í markið, fékk nægan tíma til að baka boltann niður og taka undarlega bakfallsspyrnu frá vítapunktinum. Það skipti engum togum að boltinn fór í slána og inn, fram hjá furðu lostnum Pepe Reina í Liverpool markinu. Ótrúlegt mark! Staðan orðin 2-0 og útlitið ansi dökkt hjá okkar mönnum.
En þá hófst þáttur Steven Gerrard. Hann var kominn í gamla gírinn örlitlu fyrr í leiknum. Lá orðið aftarlega á miðjunni, lét Manchester menn finna fyrir sér og rak sína menn áfram eins og sönnum fyrirliða sæmir. Á 63. mínútu minnkaði hann muninn úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Johnny Evans felldi Fernando Torres inn í teig. Staðan orðin 1-2 og skyndilega eygðu okkar menn von á ný.
Einungis sex mínútum síðar var fyrirliðinn svo aftur á ferðinni með glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Aftur voru varnarmenn Manchester liðsins í vandræðum með Fernando Torres. Að þessu sinni var það John O´Shea sem neyddist til að taka Spánverjann niður rétt fyrir utan teig. O´Shea var aftasti varnarmaður þegar brotið átti sér stað, en Howard Webb lét þó nægja að sýna honum gult spjald. Gerrard skaut laumulega í gegnum smugu á veggnum og staðan sem virtist vonlaus nokkrum mínútum áður var nú orðin býsna vænleg. 2-2 og 20 mínútur eftir.
Krafturinn í Liverpool liðinu var orðinn allur annar og heimamenn virtust vera að gefa eftir. David NGog, sem kom inn á 62, mínútu hafði hleypt miklu lífi í sóknarleikinn og Steven Gerrard var út um allan völl. Þá tók Cole skemmtilega spretti og sýndi hvers má vænta af honum í vetur.
Einungis tveimur mínútum eftir að Liverpool hafði jafnað leikinn var Raúl Meirels hársbreidd frá því að ná til knattarins í teignum, eftir langa sendingu frá Christian Poulsen. Nokkrum mínútum síðar komst NGog í ágætt færi fyrir utan teig, en þrumaði hátt yfir.
Þegar sex mínútur voru til leiksloka gerði Dimitar Berbatov síðan út um leikinn. John O´Shea, sem með réttu hefði líklega átt að vera farinn út af með rautt spjald átti þá góða sendingu fyrir markið beint á Búlgarann sem fullkomnaði þrennu sina í leiknum með góðum skalla af fimm metra færi.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts en heimamenn réðu vel við að verjast okkar mönnum. Niðurstaðan var því súrt tap á Old Trafford í afskaplega kaflaskiptum leik. Fyrri hálfleikurinn fer líklega nálægt því að vera sá daufasti í viðureignum þessara liða frá upphafi, en sá síðari var bráðfjörugur.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky (Agger 82. mínútu), Meireles (Jovanovic 79. mínútu), Poulsen, Rodriguez (NGog 62. mínútu), Cole, Gerrard og Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Babel, Lucas og Kyrgiakos.
Mörk: Steven Gerrard á 64. og 70. mínútu.
Gult spjald: David NGog
Manchester United: Van der Sar, O´Shea, Evans, Vidic, Evra, Scholes, Giggs (Macheda 82. mínútu), Nani (Anderson 88. mínútu), Fletcher, Berbatov (Gibson 88. mínútu) og Rooney. Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Brown, Owen, Smalling.
Mörk: Dimitar Berbatov á 42., 59. og 84. mínútu.
Gul spjöld: John O'Shea, Paul Scholes, Johnny Evans, Wayne Rooney.
Áhorfendur á Old Trafford: 75,213.
Maður leiksins: Maður leiksins hjá okkar mönnum verður að teljast fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir dapran fyrri hálfleik reis hann upp, eins og svo oft áður, og reif sína menn áfram. Hann skoraði síðan tvö mörk með stuttu millibili auk þess að fara mikinn í varnarleiknum.
Roy Hodgson: Þetta var svekkjandi. Við gátum lítið gert við fyrr mörkunum tveimur, en það var grátlegt að við skyldum ekki vera betur vakandi þegar þriðja markið kom. Eftir að hafa jafnað leikinn með hetjulegri baráttu var súrt að missa leikinn úr höndunum með sofandahætti í vörninni.
Fróðleikur.
- Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hafa liðin nú mæst 30 sinnum. Þetta var 20. sigur Manchester United, en Liverpool hefur unnið 10 sinnum.
- Þrenna Berbatovs var fyrsta þrenna Manchester United leikmanns í viðureignum liðanna frá því að Stan Pearson skoraði þrennu fyrir Man U. árið 1946. Þess má geta að fyrsti leikur Berbatov í búningi Manchester United var einmitt gegn Liverpool, á Anfield í september 2008.
- Síðasti Liverpool maðurinn til að skora þrennu gegn Man U. var Peter Beardsley, en hann skoraði þrennu í viðuregn liðanna í september 1990.
- Á 115 árum hefur Liverpool einungis 15 sinnum farið með sigur af hólmi á OldTrafford.
Hér eru myndir úr leiknum af heimasíðu félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan