| Ólafur Haukur Tómasson
Það hefur verið staðfest að Albert Riera og Liverpool Football Club eru í viðræðum við gríska liðið Olympiacos um sölu á Spánverjanum. Albert kom ekki við sögu í æfingaleiknum við Grasshoppers sem fram fór síðdegis í dag. Roy Hodgson sagði þetta eftir leikinn.
"Það eru viðræður í gangi við Olympiacos og þess vegna vildum við ekki taka neina áhættu með Albert Riera."
Ewald Lienen, stjóri Olympiacos, sagði í dag að stutt væri í að gengið yrði endanlega frá kaupunum á Albert. Það má því ætla að frá lausum endum verði gengið innan skamms.
Albert Riera kom árið 2008 til Liverpool og hefur leikið 56 leiki fyrir liðið og skorað fimm mörk. Á þeim tíma var hann einn af fimm leikmönnum Liverpool sem varð Evrópumeistari með Spáni en tækifæri hans á síðustu leiktíð voru af skornum skammti vegna neikvæðra ummæla hans í garð liðs síns og fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool, Rafael Benítez.
Allt bendir því til að hann muni á næstunni fylgja þeim Fabio Aurelio og Yossi Benayoun út um dyrnar hjá Liverpool og munu þeir Emiliano Insua og Philipp Degen að öllum líkindum fylgja í þau sömu fótspor á næstunni.
TIL BAKA
Liverpool í viðræðum um sölu á Riera

"Það eru viðræður í gangi við Olympiacos og þess vegna vildum við ekki taka neina áhættu með Albert Riera."
Ewald Lienen, stjóri Olympiacos, sagði í dag að stutt væri í að gengið yrði endanlega frá kaupunum á Albert. Það má því ætla að frá lausum endum verði gengið innan skamms.
Albert Riera kom árið 2008 til Liverpool og hefur leikið 56 leiki fyrir liðið og skorað fimm mörk. Á þeim tíma var hann einn af fimm leikmönnum Liverpool sem varð Evrópumeistari með Spáni en tækifæri hans á síðustu leiktíð voru af skornum skammti vegna neikvæðra ummæla hans í garð liðs síns og fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool, Rafael Benítez.
Allt bendir því til að hann muni á næstunni fylgja þeim Fabio Aurelio og Yossi Benayoun út um dyrnar hjá Liverpool og munu þeir Emiliano Insua og Philipp Degen að öllum líkindum fylgja í þau sömu fótspor á næstunni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!
Fréttageymslan