| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Jack Robinson í skýjunum
Eflaust voru ekki margir stuðningsmenn Liverpool sem bjuggust við því að sjá hinn sextán ára gamla Jack Robinson koma inn á í sínum fyrsta aðalliðsleik þegar liðið spilaði lokaleik tímabilsins í Hull um síðustu helgi. Hann varð um leið yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila sinn fyrsta aðalliðsleik. Þess má til gamans geta að hann spilaði með aðalliðinu áður en hann spilaði með varaliðinu.
Jack, sem er uppalinn hjá félaginu, er í skýjunum með þessa frumraun sína og hyggst halda áfram að æfa vel og fá fleiri tækifæri.
"Það var ólýsanleg tilfinning að koma inn á og mjög spennandi augnablik. Ég komst að því fyrir víst á laugardagsmorgninum að ég væri í liðinu en það kom mér í opna skjöldu. Þetta var draumur sem varð að veruleika. Sammy Lee hringdi í mig á laugardeginum og þegar hann sagði mér að ég yrði í liðinu varð ég stjarfur. Ég gat ekki talað fyrir spenningi.
Ég vissi að þetta myndi verða frábær reynsla og bara það að sitja á bekknum hefði verið nógu gott en það var ennþá betra að koma inn á. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist með liðinu og ég mun aldrei gleyma því. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ritað svolítið í sögubækurnar.
Ég hef átt gott tímabil í Akademíunni en ég vil leggja hart að mér í sumar og vera fullviss um að verða klár fyrir undirbúningstímabilið. Ég ábyrgist að ég fari niður á strönd og taki aukalega hlaupaæfingar til að halda mér í formi. Stevie og Jamie Carragher voru frábærir allt frá byrjun. Þeir sögðu mér að njóta hverrar mínútu og ég gerði það!" sagði Jack glaður í bragði enda draumur hans að rætast.
Liðsfélagar hans úr Akademíunni gleðjast fyrir hönd Jack og líklegast gefur þetta þeim aukinn kraft þegar þeir sjá að knattspyrnustjórinn er tilbúinn að gefa yngri leikmönnum tækifæri ef þeir standa sig vel. Thomas Ince, sonur fyrrum fyrirliða Liverpool Paul Ince, er samherji Jack hjá unglingaliðinu. Hann er stoltur af félaga sínum og segir hann eiga þetta fyllilega skilið.
"Þetta var mjög undarlegt. Þegar við lögðum af stað í leikinn gegn Huddersfield á laugardaginn þá spurðu allir hvar Jack væri. Þá sagði einhver okkur að hann væri í aðalliðshópnum og við vorum allir ánægðir fyrir hans hönd. Í upphafi hélt ég að þeir hefðu átt við mikið af meiðslum að stríða en á sunnudaginn var ég að skoða á Facebook og sá einhvern óska Jack til hamingju.
Ég var hissa og hafði ekki hugmynd um að hann hefði spilað. Ég kveikti sjónvarpinu til að horfa á Match of the Day og sá hann koma af bekknum. Þetta var stórt skref - sextán ára gamall og núna er hann yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir Liverpool. Mér finnst hann eiga það skilið vegna þess að ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall. Vonandi mun hann halda áfram á næstu árum og þróast í þann leikmenn sem við vitum að hann getur orðið."
Athyglisvert verður að sjá hvort að Jack muni fá fleiri tækifæri með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu þar sem að nokkrir aðalliðsmannana fá lengra sumarfrí vegna þátttöku þeirra á Heimsmeistaramótinu.
Jack, sem er uppalinn hjá félaginu, er í skýjunum með þessa frumraun sína og hyggst halda áfram að æfa vel og fá fleiri tækifæri.
"Það var ólýsanleg tilfinning að koma inn á og mjög spennandi augnablik. Ég komst að því fyrir víst á laugardagsmorgninum að ég væri í liðinu en það kom mér í opna skjöldu. Þetta var draumur sem varð að veruleika. Sammy Lee hringdi í mig á laugardeginum og þegar hann sagði mér að ég yrði í liðinu varð ég stjarfur. Ég gat ekki talað fyrir spenningi.
Ég vissi að þetta myndi verða frábær reynsla og bara það að sitja á bekknum hefði verið nógu gott en það var ennþá betra að koma inn á. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist með liðinu og ég mun aldrei gleyma því. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ritað svolítið í sögubækurnar.
Ég hef átt gott tímabil í Akademíunni en ég vil leggja hart að mér í sumar og vera fullviss um að verða klár fyrir undirbúningstímabilið. Ég ábyrgist að ég fari niður á strönd og taki aukalega hlaupaæfingar til að halda mér í formi. Stevie og Jamie Carragher voru frábærir allt frá byrjun. Þeir sögðu mér að njóta hverrar mínútu og ég gerði það!" sagði Jack glaður í bragði enda draumur hans að rætast.
Liðsfélagar hans úr Akademíunni gleðjast fyrir hönd Jack og líklegast gefur þetta þeim aukinn kraft þegar þeir sjá að knattspyrnustjórinn er tilbúinn að gefa yngri leikmönnum tækifæri ef þeir standa sig vel. Thomas Ince, sonur fyrrum fyrirliða Liverpool Paul Ince, er samherji Jack hjá unglingaliðinu. Hann er stoltur af félaga sínum og segir hann eiga þetta fyllilega skilið.
"Þetta var mjög undarlegt. Þegar við lögðum af stað í leikinn gegn Huddersfield á laugardaginn þá spurðu allir hvar Jack væri. Þá sagði einhver okkur að hann væri í aðalliðshópnum og við vorum allir ánægðir fyrir hans hönd. Í upphafi hélt ég að þeir hefðu átt við mikið af meiðslum að stríða en á sunnudaginn var ég að skoða á Facebook og sá einhvern óska Jack til hamingju.
Ég var hissa og hafði ekki hugmynd um að hann hefði spilað. Ég kveikti sjónvarpinu til að horfa á Match of the Day og sá hann koma af bekknum. Þetta var stórt skref - sextán ára gamall og núna er hann yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir Liverpool. Mér finnst hann eiga það skilið vegna þess að ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall. Vonandi mun hann halda áfram á næstu árum og þróast í þann leikmenn sem við vitum að hann getur orðið."
Athyglisvert verður að sjá hvort að Jack muni fá fleiri tækifæri með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu þar sem að nokkrir aðalliðsmannana fá lengra sumarfrí vegna þátttöku þeirra á Heimsmeistaramótinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan