| Grétar Magnússon

Maxi ekki með í dag

Maxi Rodriguez mun ekki vera í leikmannahópnum fyrir leikinn við Hull City í dag, sunnudag.  Argentínumaðurinn meiddist gegn Chelsea og verður ekki búinn að ná sér í tæka tíð.  Jamie Carragher er hinsvegar klár í slaginn.

Rafa Benítez greindi frá þessu á blaðamannafundi á laugardaginn:  ,,Carra er í lagi.  Ég held að hann geti spilað, við sjáum samt hvernig æfingin í dag fer.  Maxi getur ekki spilað því hann á ennþá í vandræðum með lærvöðvann."

Liðið leikur sinn síðasta leik á tímabilinu og getur að mestu náð sjötta sætinu í deildinni.  Benítez vill enda tímabilið með sigri og þar með ná kannski að slá Aston Villa úr sjötta sætinu í deildinni.  Það lið sem endar í sjötta sæti deildarinnar þarf ekki að fara í undankeppni fyrir Evrópudeildina.

,,Það er alltaf mikilvægt að sigra.  Við vitum að við þurfum að bæta okkur á útivöllum og þetta er tækifæri til þess, þannig að við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum," sagði stjórinn.

,,Þetta er tækifæri fyrir okkur til að gera aðeins betur, lenda í betri stöðu og komast hjá því að fara í undankeppni í Evrópudeildinni.  Vonandi eru leikmennirnir með sömu sýn á þetta og með rétta hugarfarið, þá getum við náð þessu saman."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan