| Sf. Gutt

Enn meiðist Alberto

Enn meiðist Alberto Aquilani. Ítalinn meiddist á ökkla og fer ekki með til Portúgals til leiksins við Benfica annað kvöld. Alberto varð fyrir meiðslunum á æfingu í morgun. Alberto hefur áður meiðst á þessum sama ökkla og því eru þessi meiðsli ekki góðs viti. 

Ólánið hefur elt Ítalann eftir að hann náði sér loks af þeim meiðslum sem hann átti við að stríða þegar hann kom til Liverpool. Alberto átti stórleik gegn Portsmouth á dögunum og opnaði markareikning sinn í 4:1 sigri. Hann hefði líklega byrjað næsta leik gegn Lille en þá komu veikindi í veg fyrir að hann gæti spilað.

Alberto Aquilani hefur aðeins leikið 19 leikið á þessu fyrsta keppnistímabili sínu með Liverpool.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan