| Sf. Gutt

Umsagnir

Það er alltaf gaman að lesa umsagnir um framgöngu leikmanna Liverpool. Hér eru umsagnir sem leikmenn Liverpool fengu, í staðarblaðinu Daily Post, eftir grannaslaginn gegn Everton.
 
PEPE REINA: Hann var alltaf vel vakandi og það kom vel í ljós þegar hann kom í veg fyrir að Louis Saha kæmist í færi í fyrri hálfleik. Fyrir utan að verja langskot frá þeim Leighton Baines og Ayegbeni Yakubu þá hafði markmaðurinn ekki mikið að gera. Það kom kom nokkuð á óvart að hann skyldi ekki þurfa að beita sér meira. Einkunn: 6.
 
JAMIE CARRAGHER: Lék frábærlega eftir að hann fór í uppáhaldsstöðu sína í miðri vörninni eftir að Sotirios Kyrgiakos var vikið af velli. Hann fórnaði sér hvað eftir annað en var bókaður eftir klaufalegt brot. Einkunn: 8.

SOTIRIOS KYRGIAKOS: Hann var búinn að njóta þess að berjast í loftinu við sóknarmenn Everton þar til hann fékk verðskuldað rautt spjald fyrir að fara yfir strikið með óyfirvegaðri tæklingu á Marouane Fellaini. Einkunn: 5.

DANIEL AGGER: Hann fékk sæti í liðinu á kostnað Martin Skrtel. Daninn var einn af fáum leikmönnum sem hélt ró sinni á þessu síðdegi þegar mikið gekk á. Hann stóð vaktina vel í vörninni eftir að leikmenn Liverpool voru aðeins 10 eftir. Einkunn: 7.

EMILIANO INSUA: Þó svo að Landon Donovan hafi stungið hann tvisvar af þá stóð Argentínumaðurinn fyrir sínu. Hann lagði sitt af mörkum við að standa gegn árásum Everton síðasta stundarfjórðunginn. Einkunn: 6.

LUCAS LEIVA: Brasilíumaðurinn hefur verið einn sá leikmaður Liverpool sem hefur sýnt hvað mestan stöðugleika á leiktíðinni. Hann var mjög yfirvegaður og stóð sig vel í því hlutverki að verja vörnina áföllum Einkunn: 7.

JAVIER MASCHERANO: Hann slapp við alvarleg meiðsli eftir illsyrmislega tæklingu frá Steven Pienaar. Hann tók stöðu hægri bakvarðar eftir að Sotirios var rekinn af velli og leysti hana eins og að drekka vatn. Einkunn: 8.
 
DIRK KUYT: Hann gaf Leighton Baines aldrei stundlegan frið. Í framgöngu hans endurspeglaðist hversu mikið leikmenn Liverpool lögðu á sig. Hann stoppaði aldrei og staðfesta hans skilaði markinu mikilvæga. Maður leiksins. Einkunn: 8.

STEVEN GERRARD: Fyrirliðinn er að spila æ betur og hann gaf tóninn með eldmóði og mikilli yfirferð. Einkunn: 8.

MAXI RODRIGUEZ: Argentínumaðurin var ekki með í fyrri hálfleik en hann lét meira til sín taka eftir að Liverpool komst yfir og gat farið að beita skyndisóknumn. Einkunn: 6.

DAVID NGOG: Hann var of oft einangraður einn í framlínunni. Eftir hlé ógnaði hann Sylvian Distin nokkrum sínum áður en hann fór að þreytast. Einkunn: 6.
 
RYAN BABEL, leysti David af hólmi á 64. mínútu: Liverpool lagði upp með að láta Hollendinginn ógna með hraða sínum en hann missti boltann of oft auðveldlega. Einkunn: 5.
 
FABIO AURELIO, leysti Maxi af á 90. mínútu: Fékk ekki einkunn. 

MARTIN SKRTEL, leysti Dirk af hólmi á 90. mínútu: Fékk ekki einkunn.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan