| Sf. Gutt
Það slær fátt út að leggja Everton að velli. Það er því ekki að undra að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hafi verið ánægður með sigurinn í gær. Hann hafði þetta að segja í viðtali eftir sigurinn sæta!
"Þetta var erfiður derby leikur. Bæði liði léku af eldmóði, ákveðni og það var hart barist. Við lögðum gott lið Everton að velli í dag með tíu mönnum og strákarnir eiga hrós skilið."
Fyrir þennan leik hafði Everton leikið níu deildarleiki í röð án taps. Bláliðar voru því brattir þegar þeir komu til leiks.
"Þeir voru á mikilli siglingu en við unnum þá þótt við værum aðeins tíu inni á vellinum. Við spiluðum góða knattspyrnu á köflum og erum virkilega ánægðir. Hugarfarið okkar var frábært og við stóðum þétt saman."
Staða Liverpool, í baráttunni um fjórða sætið hefur lagast mikið síðustu vikuna. Næstu tveir leikir eru á útivöllum gegn Arsenal og Manchester City. Það verða erfiðir leikir en Steven er bjartsýnn á hagstæð úrslit.
"Við erum ánægðir með úrslitin en núna eru tveir erfiðir útileikir framundan. En ef við höldum áfram á sömu braut hef ég fulla trú á að við náum stigum úr þessum leikjum."
Steven Gerrard lék mjög vel gegn Everton og hann virðist vera að ná sér í gang eftir meiðslin. Það eitt eru frábærar fréttir fyrir Liverpool enda erfið verkefni framundan.
TIL BAKA
Steven ánægður með sigurinn!

"Þetta var erfiður derby leikur. Bæði liði léku af eldmóði, ákveðni og það var hart barist. Við lögðum gott lið Everton að velli í dag með tíu mönnum og strákarnir eiga hrós skilið."
Fyrir þennan leik hafði Everton leikið níu deildarleiki í röð án taps. Bláliðar voru því brattir þegar þeir komu til leiks.
"Þeir voru á mikilli siglingu en við unnum þá þótt við værum aðeins tíu inni á vellinum. Við spiluðum góða knattspyrnu á köflum og erum virkilega ánægðir. Hugarfarið okkar var frábært og við stóðum þétt saman."
Staða Liverpool, í baráttunni um fjórða sætið hefur lagast mikið síðustu vikuna. Næstu tveir leikir eru á útivöllum gegn Arsenal og Manchester City. Það verða erfiðir leikir en Steven er bjartsýnn á hagstæð úrslit.
"Við erum ánægðir með úrslitin en núna eru tveir erfiðir útileikir framundan. En ef við höldum áfram á sömu braut hef ég fulla trú á að við náum stigum úr þessum leikjum."
Steven Gerrard lék mjög vel gegn Everton og hann virðist vera að ná sér í gang eftir meiðslin. Það eitt eru frábærar fréttir fyrir Liverpool enda erfið verkefni framundan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan