| Grétar Magnússon

Mark spáir í spilin

Útlitið er vægast sagt dökkt hjá félaginu um þessar mundir.  Eftir að hafa fallið út úr FA Bikarnum á heimavelli gegn Reading á miðvikudagskvöldið halda leikmenn til Stoke án þriggja mjög svo sterkra leikmanna, Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoun.  Góðu fréttirnar eru þó þær að Albert Riera verður í leikmannahópnum og Benítez er vongóður um að Pepe Reina verði búinn að ná sér af smávægilegum meiðslum sem héldu honum frá keppni gegn Reading.

Fróðleiksmolar...

- Þegar liðin mættust fyrr á leiktíðinni vannst 4-0 sigur á Anfield þar sem Glen Johnson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.

- Á síðasta tímabili, þann 10. janúar, mættust liðin á Brittannia vellinum og lauk leik með 0-0 jafntefli.

- Javier Mascherano er tiltækur aftur eftir að hafa lokið fjögurra leikja banni.

Spá Mark Lawrenson

Stoke gegn Liverpool

,,Ef ég væri stjóri Stoke, Tony Pulis myndi ég hugsa, Fernando Torres mun ekki spila, Steven Gerrard mun ekki spila, við skulum leika fast gegn Liverpool.  Ef einhver hefur ekki fattað það enn þá er lið Liverpool óttalega venjulegt án Torres og Gerrard."

,,Af hreinskilni sagt, ef Liverpool myndi spila heilt tímabil án þeirra tveggja þá myndi liðið enda um miðja deild."

Úrskurður:  Stoke gegn Liverpool 2:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan