| Sf. Gutt
Tilkynnt hefur verið að Patrik Berger sé hættur að leika knattspyrnu. Vladimir Smicer, landi hans og fyrrum félagi hjá Liverpool, er líka hættur knattspyrnuiðkun. Þetta var tilkynnt seint á síðasta ári. Vladimir sagði að hann vildi spila lengur en líkaminn segði nóg komið.
Vladimir kom til Liverpool sumarið 1999 og lék með liðinu til sumars 2005. Enginn mun gleyma þætti hans í Evrópubikarsigrinum þá um vorið. Hann skoraði bæði í leiknum sjálfum og í vítaspyrnukeppninni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Vladimir varð Deildarbikarmeistari 2001 og 2003. Hann vann F.A. bikarinn og Evrópubikar félagsliða 2001.
Frá Liverpool fór Vladimir til Frakklands þar sem hann lék með Bordeaux. Hann endaði svo ferilinn með Slavia Prag en hjá því félagi hófst hann. Strax eftir að hann lagði skóna á hilluna var hann ráðinn landsliðþjálfari Tékka. Kom sú ráðning mjög á óvart.
Hér má sjá umfjöllun um hann á vefsíðu LFCHistory.
TIL BAKA
Vladimir líka hættur
Tilkynnt hefur verið að Patrik Berger sé hættur að leika knattspyrnu. Vladimir Smicer, landi hans og fyrrum félagi hjá Liverpool, er líka hættur knattspyrnuiðkun. Þetta var tilkynnt seint á síðasta ári. Vladimir sagði að hann vildi spila lengur en líkaminn segði nóg komið. Vladimir kom til Liverpool sumarið 1999 og lék með liðinu til sumars 2005. Enginn mun gleyma þætti hans í Evrópubikarsigrinum þá um vorið. Hann skoraði bæði í leiknum sjálfum og í vítaspyrnukeppninni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Vladimir varð Deildarbikarmeistari 2001 og 2003. Hann vann F.A. bikarinn og Evrópubikar félagsliða 2001.
Frá Liverpool fór Vladimir til Frakklands þar sem hann lék með Bordeaux. Hann endaði svo ferilinn með Slavia Prag en hjá því félagi hófst hann. Strax eftir að hann lagði skóna á hilluna var hann ráðinn landsliðþjálfari Tékka. Kom sú ráðning mjög á óvart.

Hér má sjá umfjöllun um hann á vefsíðu LFCHistory.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

