| Sf. Gutt

Xabi Alonso styður Rafa!

Ýmsir telja slakt gengi Liverpool á leiktíðinni eiga sér rætur í brotthvarfi Xabi Alonso í fyrrasumar. Xabi er núna hjá Real Madrid en hann fylgist vel með gamla liðinu sínu.

Ýmsir vilja að Rafa verði vikið úr starfi en Xabi er alls ekki sammála því. Hann segir að það eigi að halda í Rafa því hann geti snúið gengi Liverpool við.

“Það er ekki venjan hjá Liverpool að reka framkvæmdastjóra snemma á leiktíðinni eftir nokkur slæm úrslit. Hann hefur fullan stuðning í starfi sínu og hann er rétti maðurinn fyrir félagið. Ég tel að hann sé frábær framkvæmdastjóri. Hann hefur góða stjórn á þeim leikmannahópi sem hann hefur yfir að ráða og hann hefur langa reynslu í að taka ákvarðanir. Það myndi ekki vera gott að skipta um framkvæmdastjóra núna."

"Ég ber ennþá mikla virðingu fyrir honum og ég er honum þakklátur fyrir þau fimm frábæru ár sem ég átti hjá Liverpool. Hann þekkir leikmennina sína vel og hann er að vinna með þeim á hverjum einasta degi. Staða liðsins er ekki sem best núna en hann býr yfir þeirri þekkingu sem þarf til að snúa gengi liðsins til betri vegar."

"Hann vinnur ekki á sama hátt og margir aðrir framkvæmdastjórar en því verður ekki neitað að honum hefur vegnað vel á ferli sínum. Hann myndar ekki náin tengsl við leikmenn sína. Svoleiðis vill hann hafa hlutina og maður verður að virða það."
 
Xabi Alonso er ennþá mjög hlýtt til Liverpool eins og berlega kom í ljós þegar hann kvaddi félagið síðasta sumar. Þar féllu hlýleg orð. Xabi er því ekki sama um stöðuna eins og hún er núna. En hann hefur fulla trú á landa sínum, til góðra verka, í stjórasætinu.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan