| HI

Aurelio í landsliðið

Fabio Aurelio hefur óvænt verið kallaður inn í brasilíska landsliðið fyrir æfingaleik þess gegn Norðmönnum 14. nóvember. Aurelio hefur aldrei spilað landsleik fyrir A-landslið Brasilíu áður en greinilegt er að frammistaða hans með Liverpool hefur vakið athygli landsliðsþjálfarans.

Lucas Leiva er einnig í landsliðshópnum. Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að Liverpool ætti tvo menn í brasilíska landsliðinu en sú er raunin nú.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan