| Sf. Gutt
Gerard Houllier hefur bæði stjórnað Liverpool og Lyon. Hann verður að sjálfsögðu gestur á Anfield Road í kvöld þegar þessi félög, sem hann hefur stjórnað, mætast í mikilvægum Evrópuleik.
Gerard Houllier var framkvæmdastjóri Liverpool frá 1998 til 2004 og vann sex titla með félaginu. Hann gerði svo Lyon tvívegis að frönskum meisturum. Liverpool er þó nærri hjarta hans og hann telur félagið eitt af mestu knattspyrnufélögum í Evrópu.
"Liverpool er mikils metið félag. Mér finnst að það sé eitt af bestu félögum í Evrópu og kannski það besta af þeim öllum. Það er frábært fólk hjá félaginu, mjög góður framkvæmdastjóri og góðir leikmenn."
En með hvoru liðinu skyldi Gerard Houllier halda í kvöld?
"Ég vil ekki missa af þessum leik og verð á honum. Ég held að ég muni ekki láta tilfinningar mínar í ljós þótt annað hvort liðið skori. Allir vita þó að Liverpool er mér mjög hjartfólgið. Það mun aldrei breytast."
Viðtalið við Gerard Houllier kom á sjónvarpsstöð Lyn F.C.
TIL BAKA
Gerard Houllier mætir á Anfield!

Gerard Houllier var framkvæmdastjóri Liverpool frá 1998 til 2004 og vann sex titla með félaginu. Hann gerði svo Lyon tvívegis að frönskum meisturum. Liverpool er þó nærri hjarta hans og hann telur félagið eitt af mestu knattspyrnufélögum í Evrópu.
"Liverpool er mikils metið félag. Mér finnst að það sé eitt af bestu félögum í Evrópu og kannski það besta af þeim öllum. Það er frábært fólk hjá félaginu, mjög góður framkvæmdastjóri og góðir leikmenn."
En með hvoru liðinu skyldi Gerard Houllier halda í kvöld?
"Ég vil ekki missa af þessum leik og verð á honum. Ég held að ég muni ekki láta tilfinningar mínar í ljós þótt annað hvort liðið skori. Allir vita þó að Liverpool er mér mjög hjartfólgið. Það mun aldrei breytast."
Viðtalið við Gerard Houllier kom á sjónvarpsstöð Lyn F.C.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan