| Sf. Gutt
Steven Gerrard er orðinn leikfær og getur leikið með Liverpool gegn Lyon í kvöld. Rafael Benítez er auðvitað ánægður með þetta. "Steven er leikfær. Það er mikilvægt að fá hann til baka því það hafa verið nokkur meiðsli í hópnum frá því leiktíðin hófst. Það er því gríðarlega jákvætt að fá Steven úr meiðslum."
Fernando Torres gat ekki leikið gegn Sunderland um helgina frekar en Steven Gerrard en Spánverjinn er enn ekki búinn að hrista meiðslin af sér. Rafael vonast þó eftir að landi hans verði tilbúinn um helgina. "Hann getur ekki spilað þennan leik en vonandi getur hann spilað með um helgina."
Rafael Benítez á von á erfiðum leik gegn Lyon en hann telur að sínir menn muni rífa sig upp eftir þrjá tapleiki í röð. "Við vitum að Lyon er gott lið. Það eru góðir leikmenn í liðinu og þeir hafa reynslu af Meistaradeildinni. Þetta verður því erfiður leikur fyrir okkur. Við höfum verið að reyna að finna út hvað hefur verið að hjá liðinu og leikmenninir hafa æft mjög vel. Stuðningsmennirnir okkar eru líka alltaf duglegir að hvetja okkur þegar mikið er undir."
Lyon leiðir riðilinn með sex stig. Fiorentina kemur næst og Liverpool er í þriðja sæti. Það er mikið undir á Anfield Road í þessum leik og Liverpool þarf sigur til að styrkja stöðu sína í riðlinum.
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool í gær.
TIL BAKA
Steven er leikfær

Fernando Torres gat ekki leikið gegn Sunderland um helgina frekar en Steven Gerrard en Spánverjinn er enn ekki búinn að hrista meiðslin af sér. Rafael vonast þó eftir að landi hans verði tilbúinn um helgina. "Hann getur ekki spilað þennan leik en vonandi getur hann spilað með um helgina."
Rafael Benítez á von á erfiðum leik gegn Lyon en hann telur að sínir menn muni rífa sig upp eftir þrjá tapleiki í röð. "Við vitum að Lyon er gott lið. Það eru góðir leikmenn í liðinu og þeir hafa reynslu af Meistaradeildinni. Þetta verður því erfiður leikur fyrir okkur. Við höfum verið að reyna að finna út hvað hefur verið að hjá liðinu og leikmenninir hafa æft mjög vel. Stuðningsmennirnir okkar eru líka alltaf duglegir að hvetja okkur þegar mikið er undir."
Lyon leiðir riðilinn með sex stig. Fiorentina kemur næst og Liverpool er í þriðja sæti. Það er mikið undir á Anfield Road í þessum leik og Liverpool þarf sigur til að styrkja stöðu sína í riðlinum.
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool í gær.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!
Fréttageymslan