| Heimir Eyvindarson
Rafael Benítez segir að Alberto Aquilani sé ekki enn tilbúinn til að spila með liðinu og hann verði því að gera sér að góðu að vera eftir heima og æfa sig þegar Liverpool heldur til Sunderland í dag.
Benítez segist þó vera ánægður með framgang mála hjá Ítalanum, en vill ekki gefa neitt upp um það hvenær hann muni þora að setja hann í liðið.
,,Það er ánægjulegt að sjá að Aquilani er kominn á gott skrið og farinn að æfa með restinni af liðinu. Hinsvegar voru ökklameiðsl hans það slæm að við viljum ekki skella honum í liðið fyrr en hann hefur náð fullum líkamlegum styrk, þannig að hann verður áfram á séræfingum til að byggja upp þrekið og styrkja ökklann enn frekar", segir Benítez í samtalið við opinbera heimasíðu Liverpool í dag.
,,Það er mjög jákvætt að hann sé kominn af stað, en hann verður skilinn eftir í dag til að æfa sig og styrkja. Í næstu viku mun hann síðan halda áfram að æfa með liðinu og þá tökum við stöðuna. Hann er á góðri leið."
TIL BAKA
Aquilani ekki leikfær enn

Benítez segist þó vera ánægður með framgang mála hjá Ítalanum, en vill ekki gefa neitt upp um það hvenær hann muni þora að setja hann í liðið.
,,Það er ánægjulegt að sjá að Aquilani er kominn á gott skrið og farinn að æfa með restinni af liðinu. Hinsvegar voru ökklameiðsl hans það slæm að við viljum ekki skella honum í liðið fyrr en hann hefur náð fullum líkamlegum styrk, þannig að hann verður áfram á séræfingum til að byggja upp þrekið og styrkja ökklann enn frekar", segir Benítez í samtalið við opinbera heimasíðu Liverpool í dag.
,,Það er mjög jákvætt að hann sé kominn af stað, en hann verður skilinn eftir í dag til að æfa sig og styrkja. Í næstu viku mun hann síðan halda áfram að æfa með liðinu og þá tökum við stöðuna. Hann er á góðri leið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan