| Sf. Gutt
Enska knattspyrnusambandið ákærði Rafael Benítez fyrir hegðun sína eftir leik Liverpool við Tottenham í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst. Forráðamenn Liverpool voru mjög óánægðir með dómgæslu Phil Dowd í leiknum en þeir töldu að Liverpool hefði átt að fá tvær frekar en eina vítaspyrnu undir loks leiksins. Vítaspyrna hefði getað fært Liverpool jafntefli en leikurinn tapasðist 2:1.
Eftir leikinn spurðu fréttamenn Rafael út í dómgæsluna í leiknum. Hann svaraði engu en tók svo upp gleraugu sín og gaf þannig í skyn að hann hefði ekki verið ánægður með dómarann. Eftir að hafa skoðað málið varð niðurstaðan sú að Rafael fékk aðvörun fyrir hegðun sína en hann slapp við leikbann eða sekt.
Sammy Lee, aðstoðarframkvæmdastjóri Liverpool, fékk líka á sig ákæru eftir fyrrnefndan leik en hann slapp með aðvörun eins og Rafael.
TIL BAKA
Rafael Benítez aðvaraður

Eftir leikinn spurðu fréttamenn Rafael út í dómgæsluna í leiknum. Hann svaraði engu en tók svo upp gleraugu sín og gaf þannig í skyn að hann hefði ekki verið ánægður með dómarann. Eftir að hafa skoðað málið varð niðurstaðan sú að Rafael fékk aðvörun fyrir hegðun sína en hann slapp við leikbann eða sekt.
Sammy Lee, aðstoðarframkvæmdastjóri Liverpool, fékk líka á sig ákæru eftir fyrrnefndan leik en hann slapp með aðvörun eins og Rafael.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!
Fréttageymslan