| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Babel leiðréttir
Ryan Babel var sagður vilja fara frá félaginu á láni þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Hann segir þetta ekki rétt eftir sér haft og að hann vilji halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.
Babel hefur átt góða innkomu í síðustu tveim leikjum, gegn Debreceni í Meistaradeildinni og nú síðast gegn West Ham á laugardaginn þar sem hann lagði upp sigurmark Fernando Torres. Var þetta fyrsti deildarleikur hans síðan í tapleiknum gegn Aston Villa.
,,Það var frábært að spila þarna og ég er mjög ánægður með hafa hjálpað liðinu að ná í þrjú stig," sagði Babel í viðtali við Liverpool Echo. ,,Áður en ég kom inná sagði stjórinn að ég þyrfti að færa meiri orku í leikinn og að ég ætti að sækja á þá. Ég naut þess og þetta eykur sjálfstraustið. Núna vonast ég til þess að geta haldið áfram á sömu braut. Ef ég held áfram að leggja hart að mér þá get ég vonandi fengið að spila meira og komist aftur í byrjunarliðið."
Í landsleikjahlénu sem var nú í byrjun september birtist viðtal við Babel þar sem hann sagði að Rafa Benítez hefði svikið loforð sitt við sig um hversu mikið hann fengi að spila á tímabilinu og að hann hefði áhuga á því að ganga til liðs við Ajax á láni í félagaskiptaglugganum í janúar. Babel segist hafa verið undrandi á því að hafa heyrt þetta eftir viðtalið.
,,Ég sagði ekki neitt í þessa veru," sagði Babel. ,,Ég var í viðtali í Hollandi og ég veit ekki hver komst yfir það í Englandi en þetta var ein versta þýðing á viðtali sem ég hef séð. Staðreyndin er sú að ég er mjög ánægður hér og ég vil ekki fara neitt. Auðvitað er mikil samkeppni um stöður hér en það er allsstaðar þannig hjá bestu félögunum."
,,Það var mikil samkeppni hjá Ajax þegar ég var þar og ég átti ekki í vandræðum með það. Ég sakaði stjórann ekki um neitt. Ég frétti svo af því hvernig viðtalið var túlkað þegar ég var að spila með Hollandi. Þegar ég kom aftur til Liverpool fór ég beint til stjórans og sagði honum að það væri rangt eftir mér haft. Hann samþykkti það og það eru engin vandamál til staðar. Núna vil ég bara einbeita mér að því að spila."
Eins og áður sagði lagði Babel upp sigurmarkið gegn West Ham á laugardaginn, hann hafði þetta um leikinn að segja: ,,Þetta var spennandi leikur og við erum ánægðir með sigurinn. Þessi tvö mörk sem við fengum á okkur komu eftir okkar eigin mistök. Við þurfum að bæta okkur en við vorum betra liðið og ég held að þegar upp var staðið hafi sigurinn verið sanngjarn. Fyrsta markið hjá Fernando var ótrúlegt og hann er frábær leikmaður. Vonandi heldur hann sé heilum vegna þess að hann mun vera mjög mikilvægur fyrir okkur á þessu tímabili."
Þriðji sigurleikur liðsins í röð í deildinni lyfti liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar og liðið er nú með tveimur stigum minna en það var með á sama stigi á síðasta tímabili.
Babel hefur átt góða innkomu í síðustu tveim leikjum, gegn Debreceni í Meistaradeildinni og nú síðast gegn West Ham á laugardaginn þar sem hann lagði upp sigurmark Fernando Torres. Var þetta fyrsti deildarleikur hans síðan í tapleiknum gegn Aston Villa.
,,Það var frábært að spila þarna og ég er mjög ánægður með hafa hjálpað liðinu að ná í þrjú stig," sagði Babel í viðtali við Liverpool Echo. ,,Áður en ég kom inná sagði stjórinn að ég þyrfti að færa meiri orku í leikinn og að ég ætti að sækja á þá. Ég naut þess og þetta eykur sjálfstraustið. Núna vonast ég til þess að geta haldið áfram á sömu braut. Ef ég held áfram að leggja hart að mér þá get ég vonandi fengið að spila meira og komist aftur í byrjunarliðið."
Í landsleikjahlénu sem var nú í byrjun september birtist viðtal við Babel þar sem hann sagði að Rafa Benítez hefði svikið loforð sitt við sig um hversu mikið hann fengi að spila á tímabilinu og að hann hefði áhuga á því að ganga til liðs við Ajax á láni í félagaskiptaglugganum í janúar. Babel segist hafa verið undrandi á því að hafa heyrt þetta eftir viðtalið.
,,Ég sagði ekki neitt í þessa veru," sagði Babel. ,,Ég var í viðtali í Hollandi og ég veit ekki hver komst yfir það í Englandi en þetta var ein versta þýðing á viðtali sem ég hef séð. Staðreyndin er sú að ég er mjög ánægður hér og ég vil ekki fara neitt. Auðvitað er mikil samkeppni um stöður hér en það er allsstaðar þannig hjá bestu félögunum."
,,Það var mikil samkeppni hjá Ajax þegar ég var þar og ég átti ekki í vandræðum með það. Ég sakaði stjórann ekki um neitt. Ég frétti svo af því hvernig viðtalið var túlkað þegar ég var að spila með Hollandi. Þegar ég kom aftur til Liverpool fór ég beint til stjórans og sagði honum að það væri rangt eftir mér haft. Hann samþykkti það og það eru engin vandamál til staðar. Núna vil ég bara einbeita mér að því að spila."
Eins og áður sagði lagði Babel upp sigurmarkið gegn West Ham á laugardaginn, hann hafði þetta um leikinn að segja: ,,Þetta var spennandi leikur og við erum ánægðir með sigurinn. Þessi tvö mörk sem við fengum á okkur komu eftir okkar eigin mistök. Við þurfum að bæta okkur en við vorum betra liðið og ég held að þegar upp var staðið hafi sigurinn verið sanngjarn. Fyrsta markið hjá Fernando var ótrúlegt og hann er frábær leikmaður. Vonandi heldur hann sé heilum vegna þess að hann mun vera mjög mikilvægur fyrir okkur á þessu tímabili."
Þriðji sigurleikur liðsins í röð í deildinni lyfti liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar og liðið er nú með tveimur stigum minna en það var með á sama stigi á síðasta tímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan