| Sf. Gutt
Sammy Lee, aðstoðarframkvæmdastjóri Liverpool, slapp með aðvörun frá Enska knattspyrnusambandinu eftir að sambandið ákærði hann fyrir mótmæli í leik Liverpool og Tottenham. Sammy var rekinn upp í stúku í fyrrnefnum leik þegar honum fannst að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu og tvær frekar en eina undir lok leiksins.
Enska knattspyrnusambandið gaf Sammy formlega aðvörun og bað hann um að vanda hegðun sína í framtíðinni. Tekið var til þess þegar málið var tekið fyrir að Sammy hefur jafnan sýnt fyrirmyndarhegðun í gegnum árin.
Nú á bara eftir að sjá hvort Rafael Benítez fær refsingu en hann var líka ákærður eftir leikinn. Hann sýndi þá með látbragði að honum fannst dómari leiksins þurfa á gleraugum að halda til að sjá betur. Miðað við að Liverpool fékk enga vítaspyrnuna mætti kannski ætla það. Við sjáum hvað setur.
TIL BAKA
Sammy Lee slapp með aðvörun

Enska knattspyrnusambandið gaf Sammy formlega aðvörun og bað hann um að vanda hegðun sína í framtíðinni. Tekið var til þess þegar málið var tekið fyrir að Sammy hefur jafnan sýnt fyrirmyndarhegðun í gegnum árin.
Nú á bara eftir að sjá hvort Rafael Benítez fær refsingu en hann var líka ákærður eftir leikinn. Hann sýndi þá með látbragði að honum fannst dómari leiksins þurfa á gleraugum að halda til að sjá betur. Miðað við að Liverpool fékk enga vítaspyrnuna mætti kannski ætla það. Við sjáum hvað setur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!
Fréttageymslan