| Sf. Gutt

Sammy Lee ákærður

Sammy Lee, aðstoðarframkvæmdastjóri Liverpool, var rekinn af varamannabekknum í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi. Hann hefur nú fengið ákæru, frá Enska knattspyrnusambandinu, fyrir hegðun sína.
 
Sammy eins og svo mörgum stuðningsmönnum Liverpool var ekki skemmt þegar dómarinn, í leiknum gegn Spurs, dæmdi ekki víti á heimamenn undir lok leinsins. Var þó möguleiki á að dæma tvær vítaspyrnur frekar en eina. Fyrst þegar Andriy Voronin féll við eftir einvígi við Benoit Assou-Ekotto og svo aftur þegar að boltinn fór í hendina á sama leikmanni. Fór boltinn í báðar hendur Benoit! 

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið Sammy Lee frest til 26. ágúst til að svara fyrir sig í máli þessu.

Rafael Benítez mun líka vera undir smásjá knattspyrnusambandsins eftir að hafa tjáð sig um dómgæsluna eftir leikinn.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan