| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Líkt og síðustu sjö leiktíðir munu spádómar Mark Lawrenson, fyrrum leikmanns Liverpool, verða birtir hér á liverpool.is. Já, þessir spádómar hafa nú birst hér í heilar sjö leiktíðir og teljast án efa fastur liður á síðunni. Spádómar Mark Lawrenson hafa alltaf verið vel lesnir og hafa vinsældir þessa fastaliðs alls ekki minnkað. Spádómarnir birtast á vefsíðu BBC þar sem Mark spáir alltaf um alla leiki helgarinnar í Úrvalsdeildinni. 




Fróðleiksmolar...

- Liverpool hefur leikið samflellt í efstu deild frá keppnistímabilinu 1962/63.

- Liverpool vantar þrjú stig til að ná 5000 stigum í efstu deild. Ekkert lið hefur náð fleiri stigum í efstu deild.

- Liverpool hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðusta keppnistímabili á eftir Manchester United.

- Liverpool tapaði helmingi deildarleikja sinna á síðustu leiktíð á White Hart Lane en liðið tapaði aðeins tveimur deildarleikjum. 

- Liverpool skoraði átján mörk í síðustu fimm deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð.

- Leikmenn Liverpool voru prúðmennskan uppmáluð á síðustu sparktíð en enginn leikmaður liðsins fékk rautt spjald í leikdinni.
 
- Liverpool var taplaust í síðustu ellefu deildarleikjum sínum á síðasta keppnistímabili. Liðið vann tíu af þeim. 

- Steven Gerrard var markahæsti leikmaður Liverpool á síðasta keppnistímabili með 24 mörk.

- Svo einkennilega vill til að Liverpool og Tottenham mættust í síðustu umferð á síðasta keppnistímabili. Þá vann Liverpool 3:1 á Anfield Road!

- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru í herbúðum Tottenham Hotspur. Þetta eru þeir Robbie Keane og Peter Crouch.  

Spá Mark Lawrenson

Tottenham Hotspur v Liverpool

Það er óvíst hvaða leikmenn spila í miðju varnar Liverpool en þar liggur grunnur að styrk liðsins. Eins er óvist hvort Steven Gerrard geti spilað en Rafael Benítez vonast til að stjarnan hans á miðjunni verði leikfær eftir að nárameisðli komu í veg fyrir þátttöku í vináttuleik Englands gegn Hollandi.

Maður veit að hverju maður gengur þegar Harry Redknapp stjórnar liði. Lið hans spila jafnan góða og lipra knattspyrnu og búa til mörg færi. Harry hefur verið að bæta vörnina og ef liðið hans spilar eins og það best getur þá ætti það að geta komist hið minnsta upp í fimmta sæti deildarinnar. 

Úrskurður: Tottenham Hotspur v Liverpool 1:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan